Glæný og fersk störf í hverri viku!

Núna eru  253 störf í boði fyrir þig

Ný störf

Reykjavíkurborg
10/12/2018
Fullt starf
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Vættaskóla. Vættaskóli er heildstæður grunnskóli í Grafarvogi með bekkjardeildir frá 1. -10. bekk. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðum í Grafarvogi, Engi við Vallengi og Borgum við Vættaborgir. Í skólanum eru um 500 nemendur og 80 starfsmenn. Unnið er að því að efla nám við hæfi hvers nemanda, meðal annars með auknum námstækifærum, nýjungum í kennsluháttum og fjölbreyttu námsmati. Í Vættaskóla er notast við aðferðir byrjendalæsis á yngsta stigi. Við skólann er starfrækt Valver sem er sérúrræði á unglingastigi þar sem unnið er markvisst með einstaklinginn á hans forsendum. Í vetur tekur Vættaskóli þátt í Nord+ verkefni ásamt Lettlandi og Litháen sem byggist á heimsóknum og samskiptum nemenda og kennara. Skólinn tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli í samvinnu við Embætti landlæknis. Gildi Vættaskóla eru vellíðan - metnaður - árangur. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn. Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. febrúar 2019. Umsóknarfrestur er til og með 23. desember 2018. Nánari upplýsingar veita Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu grunnskólamála og Ragnheiður E. Stefánsdóttir, mannauðsstjóri sími 411-1111, netföng: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is, og ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is Helstu verkefni og ábyrgð Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar. Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins. Hæfniskröfur Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi. Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. Stjórnunarhæfileikar. Færni í áætlunargerð og fjármálastjórnun. Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun. Lipurð og hæfni í samskiptum. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ Starfshlutfall 100%   Umsóknarfrestur 23.12.2018   Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Vagnsdóttir í síma 411-1111 og tölvupósti  soffia.vagnsdottir@reykjavik.is Vættaskóli Vættaskóli Vallengi 14 112 Reykjavík SÆKJA UM STARF  
Reykjavíkurborg Sambýlið Vættaborgir 82, Gylfaflöt 5
10/12/2018
Hlutastarf
Íbúðakjarni Vættaborgir 82 Starfsmaður óskast til starfa á heimili fyrir fatlaða einstaklinga. Um er að ræða hlutastarf morgun, kvöld og helgarvinna. Starfshlutfall 40-80% Helstu verkefni og ábyrgð Sambýlið Vættaborgir er íbúasambýli, þar sem sex fatlaðir einstaklingar búa. Helstu verkefni eru að stuðla að innihaldsríku lífi hjá íbúum. Mikið er lagt upp úr faglegu starfi og að íbúum sé veitt einstaklingmiðuð þjónusta sem tryggi sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Hæfniskröfur Helstu hæfniskröfur: * Æskilegt að umsækjandi hafi reynslu í starfi með fötluðum. * Reynsla í umönnunarstörfum æskileg. * Stundvísi og heiðarleiki í fyrirrúmi Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfshlutfall: 0% Umsóknarfrestur: 27.12.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Freydís Frigg Guðmundsdóttir í síma 5862253 og tölvupósti freydis.frigg.gudmundsdottir@reykjavik.is . Sambýlið Vættaborgir 82 Gylfaflöt 5 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12
10/12/2018
Fullt starf
Liðv., stuðn.fjsk. og tilsjón Árskógum Þjónustumiðstöð Breiðholts leitar að starfsmönnum til að veita fötluðum einstaklingum þjónustu sem eru að hefja sjálfstæða búsetu. Um er að ræða starf sem felur í sér aðstoð við ýmsar daglegar athafnir og að njóta menningar- og félagslífs sem veitir tilbreytingu í daglegt líf. Vinnutími er dag, kvöld og/eða helgar. Um hlutastarf eða fullt starf er að ræða.   Helstu verkefni og ábyrgð • Aðstoð við athafnir daglegs lífs (t.d. versla inn og setja í þvottavél) • Veita stuðning og leiðbeiningar við að taka þátt í tómstundum eða annarri virkni. • Eftirfylgd einstaklings- og þjónustuáætlana. • Virkt notendasamráð og samvinna við aðstandendur og aðra hagsmunaaðila. • Þátttaka í þverfaglegu teymi. Hæfniskröfur • Góð almenn menntun. Háskólamenntun æskileg. • Hæfni í mannlegum samskiptum, samstarfshæfni og sveigjanleiki. • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga María Vilhjálmsdóttir og Margrét Björk Magnúsdóttir í síma 411-1300 eða með því að senda fyrirspurn á Inga.Maria.Vilhjalmsdottir@reykjavik.is og Margret Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 4.1.2019 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga María Vilhjálmsdóttir í síma og tölvupósti . Þjónustumiðstöð Breiðholts Álfabakka 12 109 Reykjavík
Reykjavíkurborg Klébergsskóli, leikskólinn Berg, Kollagrund 6
10/12/2018
Fullt starf
Leikskólinn Berg Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi með ungum börnum óskast til starfa í leikskólann Berg á Kjalarnesi. Berg er tveggja deilda leikskóli sem er hluti af samreknum leik- og grunnskóla ásamt frístundastarfi, tónlistarskóla og íþróttamiðstöð á Kjalarnesi. Á Bergi eru börn frá 1 árs aldri. Í leikskólanum er meðal annars unnið eftir umhverfisstefnu grænfánans. Leiðarljós leikskólans eru leikur, samvinna og virðing. Starfið er laust nú þegar. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra og að aðstoða í mötuneyti. Hæfniskröfur Uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Færni í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 21.12.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Anna Ólafsdóttir í síma 566-6083 / 664-8271 og tölvupósti sigrun.anna.olafsdottir@rvkskolar.is . Klébergsskóli, leikskólinn Berg Kollagrund 6 116 Reykjavík
Reykjavíkurborg Vinagerði, Langagerði 1
10/12/2018
Fullt starf
Leikskólinn Vinagerði Vinagerði er þriggja deilda leikskóli með 62 börnum. Leikskólinn er í gamalgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík. Í nánasta umhverfi eru fallegar gönguleiðir og staðir sem gaman er að njóta. Leiðarljós leikskólans eru gleði, hvatning og nærgætni. Áhersla er lögð á skapandi starf, frjálsan leik og að umhverfi barnanna veki forvitni og vellíðan. Marvisst er unnið með umhverfismennt og að börn verði læs á umhverfi sitt. Við nýtum mikið verðlaust efni og náttúrulegan efnivið. Útileiksvæði er gott og vel skipulagt. Nýr leikskólastjóri hefur tekið við störfum og hvetur alla áhugasama til að vera í sambandi og koma og skoða hjá okkur í Vinagerði. Starfið er laust strax eða eftir samkomulagi Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Færni og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 20.12.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Ingvadóttir í síma 5538085 OG 6648168 og tölvupósti harpa.ingvadottir@reykjavik.is . Vinagerði Langagerði 1 108 Reykjavík

Mannauðstjórinn einfaldar þína vinnu!

 

Öll fyrirtæki fá sinn eigin mannauðsstjóra sem fylgist með birtingum auglýsinga, skoðunum, umsóknum og annarri tölfræði.

Úrvinnsla umsókna er þægileg og auðveld hjá mannauðsstjóranum og með aðeins nokkrum smellum hjálpar hann þér að flokka umsækjendur svo að þú haldir yfirsýn í umsóknarferlinu!Skrá auglýsingu