Glæný og fersk störf í hverri viku!

Núna eru  209 störf í boði fyrir þig

Ný störf

Ísold ehf
22/01/2019
Fullt starf
Ísold ehf. óskar eftir að ráða lagerstarfsmann í fullt starf. Við bjóðum upp á léttann starfsanda og góða vinnuaðstöðu hjá Framúrskarandi Fyrirtæki. Vinnutími frá kl: 8 – 17 alla virka daga. Menntun/hæfi:  Stundvísi og hæfni í góðum mannlegum samskiptum Þarf að vera handlaginn vegna sérsmíði og samsetningavinnu. Lyftarapróf æskilegt Viðkomandi verður að geta hafið störf sem fyrst. Allar frekari upplýsingar gefur Kristinn, framkvæmdastjóri í síma 694-1930. Umsóknarfrestur til 5. febrúar 2019
Sagaz ehf.
22/01/2019
Fullt starf
Leitum að sjálfstæðum og traustum einstaklingum til þess að ganga til liðs við söludeild okkar. Góð vinnuaðstaða með skemmtilegu fólki og árangurstengd laun í boði fyrir árangursdrifna einstaklinga. Job Requirements: Kostur að hafa reynslu í sölu auglýsinga. Frumkvæði, drifkraftur og skipulögð vinnubrögð eru einnig góðir eiginleikar. Íslenskukunnátta skilyrði.
Landspítali , 108 Reykjavík
21/01/2019
Fullt starf / hlutastarf
Við leitum eftir áhugasömum og framsæknum einstaklingi sem er tilbúin að slást í okkar hóp á lungnarannsóknarstofu lyflækningasviðs í Fossvogi. Lungnarannsóknarstofan sinnir mikilvægu starfi við rannsóknir til greiningar á öndunarfærasjúkdómum, s.s. við öndunarmælingar og áreynslupróf. Starfið er fjölbreytt og gefur möguleika á þátttöku í vísindavinnu sem unnin er í samstarfi við sérfræðilækna. Gerð er krafa um heilbrigðismenntun sem nýtist í starfi, t.d. sjúkraþjálfun, hjúkrunarfræði eða lífeðlisfræði. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í dagvinnu og er starfið laust samkvæmt samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð » Náin samvinna með sérfræðilæknum og hjúkrunarfræðingum lungnarannsókarstofu » Framkvæmd rannsókna til greiningar lungnasjúkdóma (öndunarmælingar, áreynslupróf) » Þátttaka í þróun og vísindavinnu » Þátttaka í kennslu nema á heilbrigðisvísindasviði » Þróun á kynningarefni » Náin samvinna með sérfræðilæknum og hjúkrunarfræðingum lungnarannsókarstofu » Framkvæmd rannsókna til greiningar lungnasjúkdóma (öndunarmælingar, áreynslupróf) » Þátttaka í þróun og vísindavinnu » Þátttaka í kennslu nema á heilbrigðisvísindasviði » Þróun á kynningarefni Hæfnikröfur » Háskólapróf á heilbrigðissviði (t.d. sjúkraþjálfun,hjúkrunarfræði eða lífeðlisfræði) » Reynsla í tölvuvinnslu » Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð » Lipurð í mannlegum samskiptum og reynsla af umgengni við sjúklinga æskileg » Háskólapróf á heilbrigðissviði (t.d. sjúkraþjálfun,hjúkrunarfræði eða lífeðlisfræði) » Reynsla í tölvuvinnslu » Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð » Lipurð í mannlegum samskiptum og reynsla af umgengni við sjúklinga æskileg Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 04.02.2019 Nánari upplýsingar Geirný Ómarsdóttir, geirnyo@landspitali.is, 543 6040 Kristín Bára Jörundsdóttir, kristjor@landspitali.is, 543 6040 LSH Göngudeild lyflækninga F Fossvogi 108 Reykjavík
Intellecta
18/01/2019
Fullt starf
Byggingafyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða bókara í fullt starf   Helstu verkefni Færsla bókhalds Aðstoð við launavinnslu Afstemmingar Vsk uppgjör Verkbókhald   Menntunar- og hæfniskröfur Viðskiptafræðimenntun, viðurkenndur bókari eða önnur menntun sem nýtist í starfi Reynsla af bókhaldi Reynsla af DK kostur Reynsla af launavinnslu kostur Góð Excel kunnátta Samviskusemi og nákvæmni Metnaður til að ná árangri í starfi   Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2019.  Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Henni þarf að fylgja starfsferilskrá. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Rue de Net
18/01/2019
Fullt starf
Vegna aukinna verkefna og umsvifa leitar Rue de Net að framúrskarandi og drífandi einstaklingum til þess að starfa við forritun fyrir einhver mest spennandi fyrirtæki á Íslandi. Ef þú hefur áhuga á að vinna á líflegum vinnustað og í framlínu tæknibreytinga þá er Rue de Net að leita að þér. Helstu verkefni Forritun í viðskiptakerfum Microsoft Dynamics 365 Business Central (áður kallað Dynamics NAV) Forritun vefverslanakerfa í Microsoft .NET (C#) Forritun skýjalausna fyrir Microsoft Azure   Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf í verkfræði eða tölvunarfræði Þekking og reynsla af Microsoft hugbúnaði Samskiptahæfileikar og góð þjónustulund Frumkvæði og öguð vinnubrögð   Aðrar upplýsingar Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon ( torfi@intellecta.is ) og Thelma Kristín Kvaran ( thelma@intellecta.is ) ráðgjafar hjá Intellecta í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2019. Umsókn með ferilskrá óskast fyllt út á  www.intellecta.is . Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Mannauðstjórinn einfaldar þína vinnu!

 

Öll fyrirtæki fá sinn eigin mannauðsstjóra sem fylgist með birtingum auglýsinga, skoðunum, umsóknum og annarri tölfræði.

Úrvinnsla umsókna er þægileg og auðveld hjá mannauðsstjóranum og með aðeins nokkrum smellum hjálpar hann þér að flokka umsækjendur svo að þú haldir yfirsýn í umsóknarferlinu!Skrá auglýsingu