Glæný og fersk störf í hverri viku!

Núna eru  344 störf í boði fyrir þig

Ný störf

Landspítali Fossvogi, 108 Reykjavík
19/08/2018
Fullt starf
Starf yfirlæknis krabbameinslækninga á lyflækningasviði Landspítala er laust til umsóknar. Yfirlæknir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og rekstrarábyrgð. Auk þess gegnir yfirlæknir mikilvægu hlutverki í kennslumálum og uppbyggingu vísindastarfs. Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarf, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. nóvember 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9.gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda. Helstu verkefni og ábyrgð » Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun krabbameinslækninga við sjúkrahúsið, þ.m.t. kennslumál og vísindastarf, í samráði við framkvæmdastjóra lyflækningasviðs og framkvæmdastjóra lækninga » Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði einingarinnar, í samráði fjármálaráðgjafa og framkvæmdastjóra lyflækningasviðs » Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á einingunni, í samráði við mannauðsráðgjafa og framkvæmdastjóra lyflækningasviðs » Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun krabbameinslækninga við sjúkrahúsið, þ.m.t. kennslumál og vísindastarf, í samráði við framkvæmdastjóra lyflækningasviðs og framkvæmdastjóra lækninga » Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði einingarinnar, í samráði fjármálaráðgjafa og framkvæmdastjóra lyflækningasviðs » Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á einingunni, í samráði við mannauðsráðgjafa og framkvæmdastjóra lyflækningasviðs Hæfnikröfur » Leiðtogahæfileikar og geta til að leiða umbótastarf og breytingar » Færni í stjórnunarhlutverki, þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð » Reynsla af kennslu og vísindastörfum og sýn til framtíðar á þeim sviðum » Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum » Frumkvæði og metnaður til að ná árangri » Íslenskt sérfræðileyfi í lyflækningum með krabbameinslækningar sem undirsérgrein » Leiðtogahæfileikar og geta til að leiða umbótastarf og breytingar » Færni í stjórnunarhlutverki, þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð » Reynsla af kennslu og vísindastörfum og sýn til framtíðar á þeim sviðum » Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum » Frumkvæði og metnaður til að ná árangri » Íslenskt sérfræðileyfi í lyflækningum með krabbameinslækningar sem undirsérgrein Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í kjarasamningi lækna og ríkisins 2015. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Umsókn skulu fylgja vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt sérprentun eða ljósriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með framtíðarsýn umsækjenda varðandi starfið og sérgreinina auk rökstuðnings fyrir hæfni. Allar umsóknir eru sendar til mats hjá stöðunefnd lækna hjá Embætti landlæknis. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim auk mati stöðunefndar á innsendum umsóknargögnum. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar á almenna umsókn og setja viðhengi, en ýtarlegri upplýsingar í umsókn fyrir læknisstöðu, sjá slóð hér fyrir neðan. Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Embættis landlæknis Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 10.09.2018 Nánari upplýsingar Hlíf Steingrímsdóttir, hlifst@landspitali.is, 824 5286 LSH Skrifstofa lyflækningasviðs Fossvogi 108 Reykjavík
Landspítali Hringbraut, 101 Reykjavík
18/08/2018
Fullt starf
Við viljum ráða hjúkrunarfræðing í fullt dagvinnustarf á göngudeild þvagfæra á 11A við Hringbraut. Tilvalið fyrir framsækinn og metnaðarfullan hjúkrunarfræðing. Á göngudeild þvagfæra er sérhæfð göngudeildarþjónusta við sjúklinga utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu. Þar fara fram ýmsar rannsóknir, greiningar og meðferðir á sjúkdómum í þvagfærum s.s. nýrnasteinbrjótsmeðferð og þvaglekaráðgjöf. Á deildinni er öflugur hópur reyndra hjúkrunarfræðinga, þar ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun hjúkrunar sérgreinanna. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum einstaklingbundna aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Áhugasamir hafi samband við Hrafnhildi Baldursdóttur, deildarstjóra. Helstu verkefni og ábyrgð » Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við teymið og skjólstæðinga » Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu » Þróun nýrra verkefna og þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu innan deildar og í samvinna við legudeildir sérgreina » Skráning hjúkrunar í samræmi við reglur Landspítala » Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við teymið og skjólstæðinga » Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu » Þróun nýrra verkefna og þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu innan deildar og í samvinna við legudeildir sérgreina » Skráning hjúkrunar í samræmi við reglur Landspítala Hæfnikröfur » Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi » Áhugi á að starfa í krefjandi og fjölbreyttu umhverfi » Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar » Hæfni og geta til að starfa í teymi » Starfsreynsla æskileg » Íslenskt hjúkrunarleyfi » Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi » Áhugi á að starfa í krefjandi og fjölbreyttu umhverfi » Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar » Hæfni og geta til að starfa í teymi » Starfsreynsla æskileg » Íslenskt hjúkrunarleyfi Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað. Starfið er laust frá 1. október 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 03.09.2018 Nánari upplýsingar Hrafnhildur L Baldursdóttir, hrafnhba@landspitali.is, 825 3728 LSH Göngudeild þvagfæra Hringbraut 101 Reykjavík
Orka náttúrunnar
17/08/2018
Fullt starf
Orka náttúrunnar er á spennandi tímamótum og það eru mörg verkefni í leiðslunum. Götuljósa- og hlöðuteymi okkar gegnir mikilvægu hlutverki við viðhald götuljósa, rekstur og LED-væðingu þeirra, ásamt því að þjónusta hlöður fyrir rafbílanotendur. Við leitum að drífandi starfsfélögum í hópinn okkar og leggjum áherslu á öryggisvitund, góð samskipti, umbótahugsun og bjóðum fjölskylduvænan vinnutíma frá klukkan 8:20 til 16:15. Ert þú ON? Rafvirkjar   í götuljósa- og hlöðuteymi  sinna daglegum rekstri, eftirliti og viðhaldi í götulýsingu og hlöðum ON ásamt endurnýjun á búnaði og viðbrögðum við bilunum. Ef þú ert jákvæð(-ur) og lipur í samskiptum, býrð yfir metnaði og frumkvæði, átt auðvelt með að vinna sjálfstætt og ert með sveinspróf í rafvirkjun eða sambærilega menntun þá viljum við heyra í þér. Öll eru hvött til að sækja um störfin, óháð kyni. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur - starf@on.is . Umsóknarfrestur er til og með fimmtudags 30. ágúst 2018. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.   Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna og tekur þátt í metnaðarfullri og umhverfisvænni uppbyggingu rafbílavæðingar á Íslandi.
Orka náttúrunnar
17/08/2018
Fullt starf
Orka náttúrunnar er á spennandi tímamótum og það eru mörg verkefni í leiðslunum. Götuljósa- og hlöðuteymi okkar gegnir mikilvægu hlutverki við viðhald götuljósa, rekstur og LED-væðingu þeirra, ásamt því að þjónusta hlöður fyrir rafbílanotendur. Við leitum að drífandi starfsfélögum í hópinn okkar og leggjum áherslu á öryggisvitund, góð samskipti, umbótahugsun og bjóðum fjölskylduvænan vinnutíma frá klukkan 8:20 til 16:15. Ert þú ON? Í   starfi verkamanns   vinnur þú   í  teymi með iðnaðarmanni og tekur þátt í fjölbreyttum verkefnum í tengslum við rekstur, eftirlit og viðhald götuljósa og hlaða.   Samskiptahæfni og öryggisvitund eru eiginleikar sem reynir á í þessu starfi. Ef þú býrð yfir slíkri færni þá viljum við heyra í þér. Vinnuvélaréttindi og reynsla af jarðvinnu er kostur. Öll eru hvött til að sækja um störfin, óháð kyni. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur - starf@on.is . Umsóknarfrestur er til og með fimmtudags 30. ágúst 2018. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.    Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna og tekur þátt í metnaðarfullri og umhverfisvænni uppbyggingu rafbílavæðingar á Íslandi.  
Air Iceland Connect
17/08/2018
Vaktavinna
Air Iceland Connect óskar eftir að ráða hlaðmann til starfa á Reykjavíkurflugvelli.   Starfið:  Þjónusta við flugvélar á flughlaði, hleðsla og afhleðsla vörusendinga og farangurs,  áfylling vista, dráttur flugvéla auk annarra starfa sem undir deildina heyra. Vaktavinna. Hæfniskröfur:  Gild ökurréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg,  jákvætt hugarfar, sjálfstæði og samviskusemi í vinnubrögðum, frumkvæði, árvekni, reglusemi og hreint sakavottorð.  Umsóknarfrestur er til 26. ágúst 2018 -   sótt er um starfið á heimsíðunni , þar má einnig hengja við eigin skjöl ef vill Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Haraldsson,  hallgrimurh@airicelandconnect.is  
Air Iceland Connect
17/08/2018
Vaktavinna
Air Iceland Connect óskar eftir að ráða flugþjónustumann í hlutastarf á Akureyri - hentug aukavinna.    Starfið:  Þjónusta við morgunflug Air Iceland Connect til Keflavíkur svo sem lestun farangurs og ýmiss undirbúningur fyrir flug. Vinnutími frá kl. 03:00, unnið í 3-4 tíma alla jafna. Fjöldi vakta í mánuði er samkomulag en flugin eru alla mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Tilvalinn kostur fyrir námsfólk sem vill góða aukavinnu  með skólanum. Hæfniskröfur:  Gild ökurréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg,  jákvætt hugarfar, sjálfstæði og samviskusemi í vinnubrögðum, frumkvæði, árvekni, reglusemi og hreint sakavottorð.  Umsóknarfrestur er til 26. ágúst 2018  - sótt er um starfið á heimsíðunni , þar má einnig hengja við eigin skjöl ef vill.    Nánari upplýsingar veitir Ari Fossdal,  afossdal@airicelandconnect.is
Air Iceland Connect
17/08/2018
Vaktavinna
Air Iceland Connect óskar eftir að ráða aðstoðarmann í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli Starfið:  Viðhald og þrif á flugskýli auk þess að sjá um að nauðsynlegt viðhald sé framkvæmt á aðliggjandi skrifstofuhúsnæði og þrem öðrum byggingum á svæðinu (ekki flugstöð). Þrif á flugvélum og aðstoð við flugvélaviðhald skv. beiðnum frá vaktstjóra, þrif og umsjón með ökutækjum viðhaldsdeildar, aðstoð á lager, innkaup á tilfallandi vörum skv. beiðnum ásamt sendiferðum.  Vaktavinna.  Hæfniskröfur:  Iðnmenntun kostur ásamt vinnuvélaréttindum, gild ökuréttindi,  góð íslenskukunnátta,  jákvætt hugarfar, sjálfstæði og samviskusemi í vinnubrögðum, árvekni, frumkvæði og reglusemi,  hreint sakavottorð.  Umsóknarfrestur er til 26. ágúst 2018  - sótt er um starfið á heimsíðunni , þar má einnig hengja við eigin skjöl ef vill.  Nánari upplýsingar veitir Ingigerður Erlingsdóttir,  ingae@airicelandconnect.is
Arion banki
17/08/2018
Fullt starf
Arion Banki leitar að sérfræðingi í greiningu verkferla og gagna. Viðkomandi mun tilheyra áhættustýringu bankans og vinna í gagnastýringarhópi hans. Hlutverk hópsins er að bæta stjórnkerfi bankans fyrir gögn, með tilliti til krafna eftirlitsaðila. Í hópnum eru sérfræðingar frá ýmsum sviðum bankans, s.s. fjármála-, viðskiptabanka- og upplýsingatæknisviði. Hópurinn skipuleggur umbætur í meðferð gagna og hrindir þeim í framkvæmd í samstarfi við aðrar einingar bankans. Helstu verkefni · Taka þátt í að móta gagnaumhverfi bankans · Skilja hlutverk gagna í virðiskeðju bankans · Greina gagnanotkun í verkferlum og þarfir deilda fyrir gögn · Greina flæði gagna í gegnum bankann · Leggja til breytingar á verklagi til að bæta meðferð gagna · Breytingastjórnun · Samskipti við hagsmunaaðila Hæfniskröfur · Þekking á ferlastjórnun (Business Process Management) · Reynsla af störfum á fjármálamarkaði er kostur. · Þekking á breytingastjórnun · Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur. Nánari upplýsingar veita Höskuldur Hlynsson, gagnastjóri, í síma 8567164 og Hanna María Pálmadóttir, mannauðsstjóri ( hanna.maria.palmadottir@arionbanki.is ) Umsóknarfrestur er til og með 5. september n.k.
Sjónarhóll
17/08/2018
Fullt starf
Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir auglýsir stöðu ráðgjafa. Ráðgjöf miðar að því að gæta hagsmuna fjölskyldna barna með sérþarfir, aðstoða fjölskyldur við að finna úrræði, fá þjónustu og veita málum eftirfylgd. Stofnfélög Sjónarhóls eru: ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Stofnfélögin fjögur og Sjónarhóll eru öll til húsa að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Heimasíða Sjónarhóls www.sjonarholl.is. Hæfniskröfur og menntun: Þjónustulund, virðing fyrir þeim sem leita til Sjónarhóls og jákvætt viðmót. Eldmóður og áhugi fyrir málefnum barna með sérþarfir. Reynsla af málefnum barna með sérþarfir. Þekking á tiltækum stuðningsúrræðum og réttindum þeirra hópa sem leita til Sjónarhóls. Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% starf. Nánari upplýsingar Sigurrós Á. Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Sjónarhóls, í síma 535-1900. Umsóknum skal skilað á Sjónarhól – ráðgjafarmiðstöð, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík eða á netfangið sigurros@sjonarholl.net fyrir 1. september nk.

Mannauðstjórinn einfaldar þína vinnu!

 

Öll fyrirtæki fá sinn eigin mannauðsstjóra sem fylgist með birtingum auglýsinga, skoðunum, umsóknum og annarri tölfræði.

Úrvinnsla umsókna er þægileg og auðveld hjá mannauðsstjóranum og með aðeins nokkrum smellum hjálpar hann þér að flokka umsækjendur svo að þú haldir yfirsýn í umsóknarferlinu!Skrá auglýsingu