Glæný og fersk störf í hverri viku!

Núna eru  332 störf í boði fyrir þig

Ný störf

Bílaleiga Flugleiða Hertz Selhella, Hafnarfjörður, Ísland og Flugvallarvegur, Reykjavík.
19/06/2018
Fullt starf
Hertz bílaleiga óskar eftir vönu fólki á verkstæði sitt í Reykjavík og í Hafnarfirði. Um tvenn störf er að ræða, annað þar sem unnið á vöktum 2,2,3 frá 8.00-18.00 á Flugvallarveginum í Reykjavík. Þar um hraðþjónustu að ræða. Hins vegar er það verkstæði bílaleigunnar í Selhellu Hafnarfirði og er þar unnið á virkum dögum frá 8.00-17.00.  Þar er um viðgerðir að ræða jafnt stórar sem smáar.  Hæfniskröfur eru: Bílpróf Þekking og reynsla af bílum og viðhaldi þeirra Reynsla af smærri eða stærri viðgerðum bíla Próf í bifvélavirkjun er kostur en ekki skilyrði Nemar í bifvélavirkjun eru sérstaklega hvattir til að sækja um Ef þú vilt starfa í lifandi umhverfi í ört stækkandi fyrirtæki ertu hvött/hvattur til að senda umsókn ásamt ferilskrá á atvinna@hertz.is  
Bryggjan Brugghús Grandagarður 8, Reykjavík, Ísland
19/06/2018
Fullt starf
We are looking for a Dish Washer on shifts 2-2-3
Hagvangur Íbúðalánasjóður, Borgartún, Reykjavík, Ísland
19/06/2018
Fullt starf
Íbúðalánasjóður óskar eftir að ráða mannauðs- og fræðslustjóra.  Hlutverk mannauðs- og fræðslustjóra er að efla og þróa mannauð Íbúðalánasjóðs, samskipti og starfsumhverfi starfsmanna.  Mannauðs- og fræðslustjóri starfar á skrifstofu forstjóra og situr jafnframt í framkvæmdastjórn. Starfssvið Þróun mannauðsstefnu og eftirfylgni hennar í anda stefnu Íbúðalánasjóðs Stuðla að traustri  fyrirtækjamenningu sem byggir á gildum sjóðsins, frumkvæði, ábyrgð, samvinna. Ráðgjöf við stjórnendur við innleiðingu árangurs- og ánægjumælikvarða á sviði mannauðsmála og innleiðingu breytinga innan sjóðsins Ábyrgð á gerð, kynningu og framkvæmd fræðsluáætlunar Ráðgjöf til stjórnenda um fræðslu- og endurmenntunaráætlun starfsmanna og stjórnenda Ráðgjöf til starfsmanna og stjórnenda vegna þjálfunar- og starfsþróunarmála Yfirumsjón með þróun og framkvæmd reglubundins frammistöðumats fyrir starfsmenn og stjórnendur Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun er skilyrði sem og framhaldsmenntun, sem æskilegt er að verði á sviði stjórnunar-, vinnusálfræði eða mannauðsmála.    Haldgóð reynsla af stefnumiðaðri mannauðsstjórnun, starfsþróunarverkefnum og breytingastjórnun er kostur. Leiðtogahæfni og frumkvæði  í vinnubrögðum Mjög góð færni í mannlegum samskiptum Frumkvæði í starfi og árangursmiðuð nálgun verkefna Íbúðalánasjóður starfar skv. lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál og ber ábyrgð á framkvæmd húsnæðisstefnu stjórnvalda. Hlutverk Íbúðalánasjóðs er að þjóna íslensku samfélagi með veitingu stofnframlaga, lána og greiningum á húsnæðismarkaði til þess að stuðla að stöðugleika og auka möguleika almennings á að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Umsóknarfrestur til: 02. júlí 2018
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
19/06/2018
Fullt starf
Gulahlíð, Klettaskóla Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólanum Jöklaborg, Jöklaseli 4, 109 Reykjavík. Jöklaborg er 6 deilda leikskóli þar sem unnið er í anda gagnvirkniskenningar Beritt Bae. Einkunnarorð leikskólans eru gleði, virðing og sköpun og áhersla er lögð á mannauðinn og góð samskipti.   Starfið er laust frá 9. ágúst nk., eða eftir samkomulagi.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.   Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.: Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 3.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir í síma og tölvupósti . Jöklaborg Suðurhlíð 9 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
19/06/2018
Hlutastarf
Leikskólinn Austurborg Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi óskast til starfa við atferlisþjálfun í leikskólanum Austurborg Háaleitisbraut 70, 103 Reykjavík. Austurborg er fimm deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á starf í anda Reggio Emilia. Góður starfsandi og gott starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á að hver og einn fái notið sín. Heimasíða skólans er www.austurborg@reykjavik.is   Starfið er laust í ágúst og starfshlutfall er 50-100%, eftir samkomulagi.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.     Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Að veita barni atferlisþjálfun. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi Reynsla af sérkennslu æskileg Reynsla og þekking á atferlisþjálfun æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 1.7.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrafnhildur Konný Hákonardóttir í síma 553-8545 og tölvupósti hrafnhildur.konny.hakonardottir@reykjavik.is . Austurborg Háaleitisbraut 70 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
19/06/2018
Fullt starf
Þorrasel dagdeild aldraðra Leitað er að jákvæðum, þjónustulunduðum og duglegum starfsmanni til starfa Þorrasel er dagþjónusta fyrir aldraða einstaklinga sem búa í Reykjavík. Opið er alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Við höfum virðingu, virkni og velferð að leiðarljósi í okkar starfi og leggjum áherslu á að skapa notalegt og skemmtilegt andrúmsloft. Helstu verkefni og ábyrgð Helstu verkefni eru aðstoð í borðsal, við böðun og aðrar athafnir daglegs lífs, félagslegur stuðningur, umsjón með félagsstarfi, afleysingar í eldhúsi þegar þörf krefur og önnur verkefni sem hjúkrunardeildarstjóri kann að fela starfsmanni. Hæfniskröfur Góð almenn menntun, sjúkraliða- eða félagsliðamenntun æskileg. Reynsla af umönnunarstörfum. Áhugi á að vinna með öldruðum. Frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæð vinnubrögð. Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum. Vilji til að starfa sem hluti af teymi að sameiginlegu markmiði. Góð íslenskukunnátta. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 15.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Hulda Guðrún Bragadóttir í síma og tölvupósti . Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Vesturgötu 7 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
19/06/2018
Fullt starf
Leikskólinn Rauðaborg Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa í leikskólanum Rauðaborg sem er þriggja deilda leikskóli við Viðarás 9 í Árbæ. Leikskólinn vinnur samkvæmt High/Scope áætluninni en í henni felst að byggja upp sterka og örugga einstaklinga með jákvæða sjálfsmynd og er börnunum veittur stuðningur til að þróa með sér frumkvæði og félagslegan vilja. Einkunnarorð leikskólans og leiðarljós í starfi eru: Gleði - Virðing - Sjálfstjórn. Starfið er laust frá 9. ágúst 2018. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi Reynsla af sérkennslu æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 2.7.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Birna Stefánsdóttir í síma 411-3380 og tölvupósti asta.birna.stefansdottir@reykjavik.is . Rauðaborg Viðarási 9 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
19/06/2018
Fullt starf
Leikskólinn Jöklaborg Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við sérkennslu í leikskólanum Jöklaborg, Jöklaseli 4, 109 Reykjavík. Viðkomandi þarf að kunna skil á TEACCH (Skipulagðri kennslu). Jöklaborg er 6 deilda leikskóli þar sem unnið er í anda gagnvirkniskenningar Beritt Bae. Einkunnarorð leikskólans eru gleði, virðing og sköpun og áhersla er lögð á mannauðinn og góð samskipti. Starfið er laust frá 9. ágúst nk., eða eftir samkomulagi. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi Þekking og reynsla af TEACCH Reynsla af sérkennslu æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 2.7.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Bára Pétursdóttir í síma 411-3250 og tölvupósti anna.bara.petursdottir@reykjavik.is . Jöklaborg Jöklaseli 4 109 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
19/06/2018
Fullt starf
Leikskólinn Sæborg Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólanum Sæborg, Starhaga 11, 107 Reykjavík. Unnið er í anda hugmyndafræði Reggio Emilia og áhersla lögð á skapandi starf með börnum. Undanfarin ár hefur verið unnið að mörgum spennandi þróunarverkefnum í Sæborg og leikskólinn hefur fengið hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 2.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Þorsteinsdóttir í síma 693-9851 og tölvupósti soffia.thorsteinsdottir@reykjavik.is . Sæborg Starhaga 11 107 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
19/06/2018
Fullt starf
Leikskólinn Rauðaborg Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólanum Rauðaborg sem er þriggja deilda leikskóli við Viðarás 9 í Árbæ. Leikskólinn vinnur samkvæmt High/Scope áætluninni en í henni felst að byggja upp sterka og örugga einstaklinga með jákvæða sjálfsmynd og er börnunum veittur stuðningur til að þróa með sér frumkvæði og félagslegan vilja. Einkunnarorð leikskólans og leiðarljós í starfi eru: Gleði - Virðing - Sjálfstjórn. Starfið er laust frá 9. ágúst 2018. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 2.7.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Birna Stefánsdóttir í síma 411-3380 og tölvupósti asta.birna.stefansdottir@reykjavik.is . Rauðaborg Viðarási 9 110 Reykjavík

Mannauðstjórinn einfaldar þína vinnu!

 

Öll fyrirtæki fá sinn eigin mannauðsstjóra sem fylgist með birtingum auglýsinga, skoðunum, umsóknum og annarri tölfræði.

Úrvinnsla umsókna er þægileg og auðveld hjá mannauðsstjóranum og með aðeins nokkrum smellum hjálpar hann þér að flokka umsækjendur svo að þú haldir yfirsýn í umsóknarferlinu!Skrá auglýsingu