Hvað er innifalið í auglýsingunni?
Innifalið bæði í almennri auglýsingu og smelli er allt að 30 daga birting á síðunni. Auglýsingin er send í tölvupóst til áhugasamra atvinnuleitenda, daginn eftir birtingu á netinu. Auglýsingin birtist einnig á Facebook, Instagram, Linkedin og Twitter jafnóðum og hún er birt.
Er hægt að fá endurgreitt?
Við bjóðum fulla endurgreiðslu ef auglýsing fór aldrei í birtingu. Það er hins vegar hæpið að sú staða komi upp þar sem fylla þarf inn út auglýsingaform áður en varan er greidd. Ekki hika við að senda okkur tölvupóst á job@job.is ef þú lendir í vanda. Við erum ætíð til þjónustu!
Get ég hætt við kaupin?
Það er meira en sjálfsagt að hætta við. Hafðu ekki áhyggjur því ef þú kláraðir ekki ferlið birtist auglýsingin ekki. Það þarf að fara alveg á síðasta skrefið þar sem tilgreint er hvort þú kjósir að fá sendan reikning eða greiðir með kreditkorti til að festa kaupin.
Ég auglýsi reglulega, get ég fengið betri kjör?
Já að sjálfsögðu geta þau fyrirtæki sem auglýsa reglulega fengið tilboð í birtingar. Við leggjum mikið upp úr því að auglýsingar á Job séu skilvirkar og ódýrar. Sendu okkur tölvupóst á job@job.is og við gerum þér tilboð sem þú átt erfitt með að hafna. Við erum ætíð til þjónustu!
Mig vantar kerfi til að halda utan um umsóknir, eru þið með það?
Við bjóðum öllum okkar viðskiptavinum sinn eigin Mannauðsstjóra. Þar er hægt að halda utan um umsóknir, auglýsingar og tölfræði. Einfalt, þægilegt og ókeypis!
Er allt á hreinu?
Vonandi er þetta nægilega skýrt en ef þú ert í einhverjum vafa eða hefur ábendingu máttu endilega senda okkur skilaboð. Við erum ætíð til þjónustu!