Sjóvá

Hjá Sjóvá starfar sterkur og skemmtilegur hópur fólks sem kappkostar að veita viðskiptavinum afburðaþjónustu. 

Hjá okkur starfa um 180 manns og þar af um 150 í höfuðstöðvum okkar í Kringl­unni 5 en Sjóvá er einnig með útibú víðsvegar um landið. Við erum öflugt teymi kvenna og karla með fjöl­breytta menntun, starfs­reynslu og áhugamál. 

Sjóvá hefur verið með Jafnlaunavottun VR frá árinu 2014 og kannanir sýna að starfsánægja hjá fyrirtækinu er með því allra mesta sem mælist hérlendis.

Sjóvá er efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni. Við gleðjumst yfir því að viðskiptavinir okkar séu ánægðari.