Skógarbær

Hjúkrunarheimilið Skógarbær er sjálfseignastofnun, stofnuð af Reykjarvíkurborg,  Reykjarvíkurdeild RKÍ og Kvennadeild Reykjarvíkurdeildar RKÍ, ásamt stéttarfélögunum Dagsbrún, Framsókn og Sókn. Auk þess lagði Framkvæmdasjóður aldraðra fram 40% af stofnkostnaði. Rekstrarfé Skógarbæjar er í formi daggjalda frá ríkinu.

Skógarbær var formlega tekin í notkun 16. maí 1997. Fjöldi rýma var í upphafi 77 en var síðan fjölgað í 81 rými. Heimilið var hannað með það í huga veita heimilislegt yfirbragð og því ákveðið að deildirnar skyldu vera minni en áður tíðkaðist og var fámennasta deildin aðeins 8 rými en sú fjölmennasta  16 rými. Tvær deildir 8 og 11 rýma deildir voru ætlaðar fyrir minnissjúka einstaklinga, 3 voru almennar hjúkrunardeildir, 15-16 rými, og ein deildin var ætluð fyrir yngri hjúkrunarsjúklinga, 11 rými. Auk þess voru 3 rými á 1. hæð fyrir hvíldarinnlagnir. 

Frá því að Skógarbær opnaði hafa orðið þær breytingar að einni af almennu deildunum hefur verið breytt í deild fyrir minnissjúka, lokaða deild, vegna aukinnar eftirspurnar um pláss fyrir einstaklinga með Alzheimer eða aðra minnissjúkdóma. Einnig voru hvíldarplássin  lögð af og þeim breytt í varanleg rými.

Í Skógarbæ í dag eru 37 rými fyrir minnissjúka, 11 rými fyrir yngri hjúkrunarsjúklinga og 33 rými á almennri hjúkrunardeild. 

Símanúmer eru undir "Starfsfólk".
Vakthafandi hjúkrunarfræðingur á kvöld- og næturvöktum er með síma 510-2121.