Seltjarnarnes

  • Seltjarnarnes á rætur aftur á landnámsöld. Hreppurinn náði yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Jarðirnar voru smám samtan teknar undan og þ.m.t. jörðin Reykjavík. Nú er byggðin afmörkuð af nesinu einu. Árið 1974 fékk Seltjarnarnesbær kaupstaðaréttindi og búa nú í sveitarfélaginu um 4.500 manns.
  • Hjá sveitarfélaginu starfa nú um 400 manns við fjölmargar þjónustustofnanir, sem veita íbúum þá þjónustu sem gott sveitarfélag þarf að veita.
  • Seltjarnarnesbær leggur áherslu á að ráða þann hæfasta hverju sinni og viðhafa hverju sinni vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar. Ráðningu skal byggja á kröfu um menntun, reynslu, færni og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Lögð er áhersla á skýrt og greinargott ráðningaferli þar sem réttmætis og áreiðanleika er gætt.
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað.
Seltjarnarnes Seltjarnarnes, Ísland
07/06/2019
Hlutastarf
Tónlistarskóli Seltjarnarness Tónlistarskóli Seltjarnarness sinnir almennri tónlistarmenntun Seltirninga, með áherslu á grunn- og framhaldsskólaaldur. Um 250 nemendur stunda nám við skólann, sem býður upp á grunn-, mið- og framhaldsnám í hljóðfæraleik. Tónlistarskólinn er einn af burðarásum í menningarlífi Seltjarnarnesbæjar auk þess sem hann á í miklu samstarfi við leik- og grunnskóla bæjarins og íþróttafélagið Gróttu.   Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til sellókennslu í hlutastarf frá haustinu 2019.   Menntunar og hæfniskröfur Æskilegt framhaldspróf í sellóleik eða samsvarandi menntun Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af kennslu og unnið með börnum Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um starfið veitir Kári Húnfjörð Einarsson skólastjóri  kari@seltjarnarnes.is  í síma 5959235.   Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir  http://www.seltjarnarnes.is  -Störf í boði   Ráðið verður í stöðuna f.o.m. ágústmánuði 2019. Umsóknarfrestur er t.o.m. 23. júní 2019.
Seltjarnarnes Seltjarnarnes, Ísland
07/06/2019
Fullt starf
Leikskóli Seltjarnarness -starfsfólk óskast frá 1. ágúst nk. • Deildarstjóri, fullt starf. • Leikskólakennarar, fullt starf. • Leikskólaleiðbeinendur, fullt starf. Nánari upplýsingar um störfin og skil umsókna má finna á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is – Störf í boði Umsóknarfrestur er til 23. júní næstkomandi.
Seltjarnarnes Seltjarnarnes, Ísland
07/06/2019
Fullt starf
Á Seltjarnarnesi er lögð áhersla á að reka góða skóla þar sem boðið er upp á metnaðarfullt og framsækið skólastarf, sem byggir á góðu starfsumhverfi. Áhersla er lögð á að mæta þörfum nemenda og ýta undir hæfileika þeirra. Góð samskipti og samstarf starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila er forsenda þess að vel takist til við að byggja upp gott og mannvænt samfélag. Lögð er áhersla á samvinnu milli skólanna, samfelldan skóladag nemenda og öruggt umhverfi.     Grunnskóli Seltjarnarness Í Grunnskóla Seltjarnarness eru um 550 nemendur, en hann er rekinn á tveimur starfsstöðvum, í Mýrarhúsaskóla (1.-6. bekkur) og Valhúsaskóla (7.-10. bekkur). Í Skólaskjóli/frístund, lengdri viðveru fyrir nemendur í 1.-4. bekk eru um 180 nemendur. Við skólann starfa um 100 manns og hefur skólinn á að skipa reynslumiklu og hæfu starfsfólki. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar, uppeldisstefnu sem stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Einkunnarorð hans eru virðing - ábyrgð - vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. Skólinn er í miklu samstarfi við Tónlistarskóla Seltjarnarness, félagsmiðstöðina Selið og íþróttafélagið Gróttu.     Náms- og starfsráðgjafi, fullt starf   Menntunar og hæfniskröfur Menntun í náms- og starfsráðgjöf Reynsla af starfi í grunnskóla æskileg   Náms- og starfsráðgjafi situr í nemendaverndarráði og gegnir mikilvægu hlutverki í forvarna- og eineltisteymi skólans.   Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.   Upplýsingar um starfið veitir Ólína Thoroddsen skólastjóri  olina.thoroddsen@seltjarnarnes.is   í síma 5959200.   Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir  http://www.seltjarnarnes.is -Störf í boði   Ráðið verður í stöðuna f.o.m 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til 23. júní næstkomandi.