Akureyrarbær

Mannauðsstefna Akureyrarbæjar
Markmið mannauðsstefnunnar er að tryggja að hjá Akureyrarbæ starfi hæft og ánægt starfsfólk sem veiti góða þjónustu.
Í mannauðsstefnunni felast þær væntingar sem Akureyrarbær hefur til starfsmanna sinna ásamt þeim væntingum sem starfsmenn hafa til Akureyrarbæjar sem vinnustaðar.
Mannauðsstefnan á að stuðla að góðum starfsskilyrðum og möguleikum starfsfólks til að dafna í starfi. Hún lýsir vilja bæjaryfirvalda til að byggja upp góðan vinnustað þar sem gott starf er unnið af áhugasömu, samstilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis.
Gildin sem höfð eru að leiðarljósi eru:
Starfsánægja – Jafnræði – Hæfni
Akureyrarbær vill umfram allt veita íbúum sínum góða þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að ná þessu takmarki. Slíkt samstarf byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu þar sem hver og einn ber ábyrgð á eigin verkum og viðhorfum.
 
Akureyrarbær Akureyri, Ísland
07/06/2019
Fullt starf
Hafnarsamlag Norðurlands bs. (Akureyrarhöfn) óskar eftir að ráða skipstjóra til afleysinga með möguleika á fastráðningu. Undir Hafnarsamlag Norðurlands bs. falla Akureyrarhöfn, Grenivíkurhöfn, Svalbarðsstrandarhöfn, Hjalteyrarhöfn, Hríseyjarhöfn og Grímseyjarhöfn.   Helstu verkefni eru: Stjórn hafnarbáta. Viðhald hafnarmannvirkja. Starf hafnarvarða við móttöku og brottför skipa, auk færslu innan hafnar. Vigtun sjávarafla og skrá í aflaskráningakerfi Fiskistofu. Reikningsfærsla á viðskiptavini hafnarinnar fyrir skipagjöldum, vörugjöldum, þjónustugjöldum og öðru því sem tilheyrir reikningagerð. Eftirlit með aðgangsstýringu að hafnarsvæðinu. Eftirlit með að ákvæðum siglingaverndar sé framfylgt í samræmi við verndaráætlun hafnarinnar. Almenn og sérhæfð störf á starfssviði hafnarinnar sem til falla.   Menntunar- og/eða hæfniskröfur: Alþjóðleg skipstjórnarréttindi STCV II/2. Reynsla af notkun Azimuth (ASD) búnaðar er kostur. Vélavarðarréttindi upp að 24 metrum (750 KW) er kostur. Réttindi vigtarmanns er kostur. Vinnuvélaréttindi er kostur. Góð enskukunnátta. Færni og lipurð í mannlegum samskiptum. Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.   Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Félags skipstjórnarmanna   Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli kl 11:00 og 16:00 virka daga.   Frekari upplýsingar um starfið veitir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri í síma 460-4202, netfang: petur@port.is   Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar:  www.akureyri.is   Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9   Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2019.