Fjarðabyggð

Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta af sjö sveitarfélögum Austurlands, með um 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.


Fjarðabyggð er öflugt fjölkjarna sveitarfélag sem byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Landbúnaður, verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum.

Fjarðabyggð
22/03/2019
Fullt starf
Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar auglýsir laust til umsóknar starf skipstjóra hjá Fjarðabyggðarhöfnum.   Starfið felur í sér skipstjórn á dráttarbát Fjarðabyggðarhafna og ábyrgð á að dráttarbáturinn sé ávallt tilbúinn til notkunar þegar þörf krefur auk afleysingar í hafnsögu. Skipstjóri sinnir auk þess ýmsum störfum og verkefnum hjá framkvæmdamiðstöð.   Menntunar- og hæfniskröfur: Skipstjórnarréttindi (2. Stig). Hafngæslumannsréttindi í hafnarvernd er kostur. Vigtarréttindi er kostur. Bílpróf. Góð íslensku kunnátta. Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni. Hæfni í mannlegum samskiptum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélag og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum og eru konur hvattar til að sækja um.   Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl nk. Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum, auk sakavottorðs skal fylgja umsókn.   Nánari upplýsingar veitir Gunnar Ásgeir Karlsson, gunnar.a.karlsson@fjardabyggd.is eða í síma 864-0227  
Fjarðabyggð
22/03/2019
Fullt starf
Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar auglýsir laust til umsóknar starf vélstjóra fyrir Fjarðabyggðarhafnir, en um er að ræða fullt starf auk bakvakta. Starfið felur í sér vélstjórn dráttarbáts Fjarðabyggðarhafna, auk annarra starfa á framkvæmda- og þjónustumiðstöð. Menntunar- og hæfniskröfur: • Vélstjórnarréttindi.(réttindi C) • Hafngæslumannsréttindi í hafnarvernd.(æskilegt) • Vigtarréttindi.(æskilegt) • Bílpróf • Góð íslensku kunnátta. • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Starfslýsing vélstjóra hjá Fjarðabyggðarhöfnum.pdf Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum og eru konur hvattar til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl nk. Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum, auk sakavottorðs skal fylgja umsókn. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Ásgeir Karlsson, gunnar.a.karlsson@fjardabyggd.is eða í síma 864-0227.
Fjarðabyggð
15/03/2019
Fullt starf / hlutastarf
Fjarðabyggð auglýsir eftir skólastjórnendum í eftirtaldar stjórnendastöður Skólastjóri við Grunnskólann á Eskifirði Skólastjóri við Leikskólann Dalborg Eskifirði skólaárið 2019-2020 Aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Reyðarfjarðar skólaárið 2019-2020 Aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar skólaárið 2019-2020 Fjarðabyggð auglýsir jafnframt eftir umsóknum í eftirtaldar stöður… …við leikskólana í Fjarðabyggð Leikskólinn Dalborg Eskifirði: Deildarstjóri og leikskólakennarar Leikskólinn Kæribær Fáskrúðsfirði: Deildarstjóri og leikskólakennarar Leikskólinn Lyngholt Reyðarfirði: Deildarstjóri og leikskólakennarar Leikskólinn Eyrarvellir Norðfirði: Deildarstjóri og leikskólakennarar …við grunnskólana í Fjarðabyggð Grunnskólinn á Eskifirði: Umsjónarkennarar Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar: Íþróttakennari og umsjónarkennarar Grunnskóli Reyðarfjarðar: Náms- og starfsráðgjafa, grunnskólakennarar og þroskaþjálfa Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli: Umsjónarkennarar …við tónlistarskólana í Fjarðabyggð Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar: Tónlistarkennari Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Fjarðabyggðar . Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2019. Sótt er rafrænt um starfið á ráðningarvef Fjarðabyggðar