Fjarðabyggð

Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta af sjö sveitarfélögum Austurlands, með um 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.


Fjarðabyggð er öflugt fjölkjarna sveitarfélag sem byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Landbúnaður, verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum.

Fjarðabyggð
11/01/2019
Fullt starf
Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar auglýsir laust 100% starf félagsráðgjafa/ráðgjafa. Um er að ræða afleysingu til eins árs með möguleika á framtíðarráðningu, á mjög fjölbreyttum og spennandi vinnustað hjá sveitarfélagi sem hefur stækkað hratt á undanförnum árum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið Barnaverndarmál Fjárhagsaðstoð Félagsleg ráðgjöf Þátttaka í ýmiskonar teymisvinnu Hæfniskröfur: MA próf í félagsráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi Þekking á málefnum félagsþjónustu og barnavernd er æskileg Reynsla og þekking af valdeflingu og endurhæfingu er æskileg Lipurð í mannlegum samskiptum Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Starfslýsing ráðgjafi fjölskyldusviði Launakjör eru skv. kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Fjarðabyggðar. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2019 Nánari upplýsingar veitir Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir félagsmálastjóri í síma 470-9000 eða á netfanginu  helga.gudlaugsdottir@fjardabyggd.is
Fjarðabyggð
11/01/2019
Fullt starf
Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir kraftmiklum stjórnanda í búsetuþjónustu fatlaðs fólks í Fjarðabyggð í starfsumhverfi þar sem reynir á stjórnunar-, skipulags- og samskiptahæfni. Starfið er laust frá 1. febrúar 2018. Í Fjarðabyggð er búsetukjarni og skammtímvistun í Neskaupstað en að auki er veitt þjónusta á heimilum fatlaðs fólks í flestum kjörnum sveitarfélagsins. Forstöðumaður starfar í ráðgjafarteymi og búsetuteymi fjölskyldusviðs og tekur þátt í ýmsum samstarfsverkefnum. Helstu verkefni og ábyrgð   Dagleg stjórn og skipulag á starfsemi. Stjórnun mannauðs. Þátttaka í þróun og nýbreytni í þjónustu. Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar.  Menntunar- og hæfniskröfur   BA- próf í þroskaþjálfafræðum eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi er nauðsynleg. Þekking á réttindum fatlaðra og hugmyndafræði í þjónustu við fatlað fólk er nauðsynleg. Reynsla af stjórnun er æskileg. Frumkvæði og skipulagshæfni. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samstarfshæfni.  Launakjör eru skv. kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Fjarðabyggðar. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar Nánari upplýsingar veitir Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir félagsmálastjóri í síma 470-9000 eða á netfanginu  helga.gudlaugsdottir@fjardabyggd.is
Fjarðabyggð
11/01/2019
Fullt starf
Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir kraftmiklum stjórnanda í búsetuþjónustu Fjarðabyggð í starfsumhverfi þar sem reynir á stjórnunar-, skipulags- og samskiptahæfni. Starfið er laust frá 1. janúar 2018. Verkefnastjóri ber ábyrgð á daglegri stjórnun, skipulagningu og framkvæmd búsetuþjónustu og félagsstarfi aldraðra.  Hann starfar í ráðgjafarteymi og búsetuteymi fjölskyldusviðs og hefur umsjón með úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis. Þá tekur hann þátt í ýmsum samstarfsverkefnum. Helstu verkefni og ábyrgð   Dagleg stjórn og skipulag á starfsemi. Stjórnun mannauðs. Þátttaka í þróun og nýbreytni í þjónustu. Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar.  Menntunar- og hæfniskröfur   Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi er nauðsynleg. Þekking á málaflokknum er nauðsynleg. Reynsla af stjórnun er æskileg. Frumkvæði og skipulagshæfni. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samstarfshæfni. Launakjör eru skv. kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Fjarðabyggðar. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar. Nánari upplýsingar veitir Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir félagsmálastjóri í síma 470-9000 eða á netfanginu  helga.gudlaugsdottir@fjardabyggd.is