Flugfélag Íslands

Flugfélag Íslands er öflugt en sveigjanlegt flugfélag sem starfar á innanlandsmarkaði en þjónar einnig öðrum löndum svo sem Grænlandi, Færeyjum, Skotlandi og Norður Írlandi. 

Flugfélagið býður margs konar þjónustu bæði innanlands sem utan. Félagið hefur aukið hlut sinn í ferðaþjónustu innanlands með sérferðum til ýmissa staða, þar sem í boði eru skipulagðar skoðunarferðir sem hæfa öllum ferðalöngum. Félagið er í mikilli samvinnu við alla ferðaþjónustu á Íslandi.

Flugfélagið leigir vélar sínar út í ýmis verkefni til opinbera aðila eða einkaaðila, bæði með og án áhafna, allt eftir óskum.

Í Reykjavík rekur Flugfélagið viðhaldsþjónustu sína sem sinnir Bombardier flugvélunum. Þrautþjálfaðir starfsmenn fást þar við alla hugsanlegar viðgerðir á vélum félagsins sem og vélum annarra flugfélaga erlendis frá sem hingað leita. 

Flugfélag Íslands, sem er í eigu Icelandair Group, rekur aðalskrifstofu sína í Reykjavík, en á varnarþing sitt á Akureyri. Hjá Flugfélagi Íslands starfa um 240 manns. 

Smelltu hér til þess að skoða flugrekstrarleyfi útgefið af Flugmálastjórn Íslands

Hlutverk Flugfélags Íslands er að auka lífsgæði þeirra staða sem við tengjum á arðbæran hátt.

Flugfélag Íslands ehf./Air Iceland
Reykjavíkurflugvelli
101 Reykjavík
Kt. 530575-0209
Vsknr. 00621
Símanúmer: 570 3000