N1

Hjá N1 starfa rúmlega 600 manns á fjölmörgum afgreiðslustöðum okkar um land allt. Meginverkefni starfsmanna N1 er að halda samfélaginu á hreyfingu.

Starfsmannafélag N1 er mjög öflugt og stendur það fyrir ýmsum uppákomum allt árið um kring. Starfsmannafélagið á nokkra sumarbústaði við Laugarvatn og á Bifröst einnig íbúðir á Akureyri og í Kaupmannahöfn.

N1 byggir á öflugri liðsheild og stjórnendur og aðrir starfsmenn vita að allir liðsmenn skipta máli fyrir fyrirtækið.