Súfistinn

Súfistinn - Strandgötu 9 Hafnarfirði
Súfistinn var stofnaður árið 1994 með það að markmiði að taka virkan þátt í að breyta og móta kaffi- og kaffihúsamenningu okkar Íslendinga. Með þetta að leiðarljósi var stofnsett kaffihús í hjarta Hafnarfjarðar.
Súfistinn hefur fyrir löngu öðlast mikilvægan sess í bæjarlífi Hafnfirðinga. Á Súfistann koma viðskiptavinir á öllum aldri til að hitta mann og annann ásamt því að leysa lífsgátuna með kaffibolla í hönd.
Markmið Súfistans frá upphafi hefur verið að bjóða upp á gott kaffi og góðar veitingar í vinalegu andrúmslofti.