Stjarnan ehf

SUBWAY® er alþjóðleg keðja með yfir 40 þúsund veitingastaði í rúmlega 100 löndum. Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, rekur 24 Subway veitingastaði á Íslandi sem staðsettir eru víða um land. Fyrsti veitingastaður Subway á Íslandi var opnaður árið 1994. Markmið Subway um allan heim er að bjóða upp á fjölbreyttan og bragðgóðan skyndibita með hollustu að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að matseðillinn bjóði upp á bragðgóða valkosti sem henta heilbrigðum lífsstíl. Strangt gæðaeftirlit tryggir að matvæli uppfylla ströngustu skilyrði um ferskleika og gæði.