Hagkaup

  • Skeifan 15, Reykjavík, Rvk og nágrenni 108, Iceland

Um Hagkaup

Hagkaup var stofnað árið 1959 og starfaði fyrstu árin aðeins sem póstverslun. Fyrsta verslunin var opnuð við Miklatorg í Reykjavík árið 1967. Árið 1970 opnaði Hagkaup fyrsta stórmarkað sinn í Skeifunni, þar sem verslunin er starfrækt enn þann dag í dag.

Hagkaup er leiðandi smásölufyrirtæki sem býður breitt úrval af vörum til daglegra þarfa í matvöru, fatnaði, snyrtivöru, húsbúnaði og tómstundavöru. Hagkaup leggur sérstaka áherslu á þjónustu og gott aðgengi að vörum og kappkostað er við að gera verslunarferðina eins ánægjulega og hagkvæma fyrir viðskiptavininn og mögulegt er. Hagkaup býður upp á um 60.000 vöruliði.  Í matvörudeild eru um 10.000 vöruliðir, snyrtivöru rúmlega 20.000 vöruliðir og í sérvöru telja þeir um 30.000, að teknu tilliti til árstíðabundinnar vöru.

Starfsmannamál

Hagkaup er rótgróið en framsækið fyrirtæki á íslenskum smásölumarkaði. Hjá Hagkaupi starfar samhentur hópur fólks, um 700-750 manns í 500 stöðugildum. Í Hagkaup er lögð rík áherslu á stundvísi, áreiðanleika og þjónustulund hjá starfsfólki. Hagkaup rekur umfangsmikla fræðslustarfsemi og er nýliðaþjálfun ásamt símenntun starfsmanna hluti af henni. Starfsþróun í fyrirtækinu er virk og möguleikar þeirra sem hafa metnað, áhuga og dugnað eru miklir innan Hagkaupa. Þannig hafa flestir í yfirstjórn fyrirtækisins unnið sig upp í sínar stöður.