ÍSAM

ÍSAM
12/10/2018
Fullt starf
Við óskum eftir drífandi  einstaklingi  til að leiða gæðastarf fyrirtækisins.   Starfssvið: Umsjón og ábyrgð á rekstri, viðhaldi og þróun gæðakerfis félagsins skv. opinberum kröfum og stöðlum. Umsjón og ábyrgð á gæðahandbók félagsins. Umsjón og ábyrgð á innri úttektum, vörulýsingum, merkingum framleiðsluvara, áhættugreiningum  og birgjamat i. Umsjón og ábyrgð á gæðaeftirliti, s.s. sýnatökum og skráningum. Þátttaka í vöruþróun og umbótaverkefnum. Samskipti við eftirlitsstofnanir, úttektaraðila og kaupendur.   Hæfniskröfur: Fagleg þekking og reynsla af gæðakerfum er skilyrði. Menntun á sviði matvælafræða er mikill kostur. Góð íslensku- og enskukunnátta. Góð almenn tölvukunnátta. Góð samskiptafærni. Geta til að starfa sjálfstætt og frumkvæði. Ákveðin og fagleg vinnubrögð.   Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ora er einn elsti og rótgrónasti matvælaframleiðandi landsins sem stofnað var árið 1952. Ora framleiðir breitt úrval matvæla fyrir bæði innlendan markað og til útflutnings. Ora er staðsett að Vesturvör 12 og er hluti af Ísam samsteypunni. Umsóknarfrestur er til og með   1. nóvember 2018 Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Þóra Jóhannesdóttir, mannauðsdeild, netfang   elisabet@isam.is   eða í síma: 522-2703