Atlantsolía ehf.

Í dag rekur Atlantsolía 19 sjálfsafgreiðslustöðvar, þar af 16 á Suðvesturlandi, 2 á Akureyri og eina stöð á Egilsstöðum. Atlantsolía rekur birgðarstöð og hefur 4 olíubíla í dreifingu á eldsneyti.

Atlantsolía hefur það að leiðarljósi að bjóða ávallt samkeppnishæft verð á eldsneyti, gott aðgengi að bensínstöðvum og einfaldleika í þjónustu.  Við leggjum áherslu á  lágan rekstrarkostnað, hagkvæm innkaup, skilvirka dreifingu, vel staðsettar stöðvar og hæft starfsfólk.