Bílaleiga Akureyrar

Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf er stærsta bílaleiga landsins með um 3400 bíla í rekstri í sumar og tuttugu afgreiðslustaði um allt land. Hjá fyrirtækinu starfar afar samhentur hópur um 200 starfsmanna að því sameiginlega markmiði að veita viðskiptavinum bestu mögulega þjónustuna á íslenskum bílaleigumarkaði, ávallt með lipurð og sveigjanleika að leiðarljósi.