Egilsson hf.

Egilsson hf

Fjölbreytni í vöruúrvali hefur sífellt aukist frá því að Parker penninn bauðst Íslendingum fyrst til sölu. Egilsson hf. er umboðsaðili fyrir fjölda þekktra vörumerkja sem hafa sannað gildi sitt á alþjóðavettvangi. Má þar meðal annara nefna 3M, Elba, Durable, UNI-Mitsubishi Pencil svo nokkur dæmi séu tekin. Hin síðustu ár hefur fyrirtækið farið að sinna breiðari hópi viðskiptavina með sölu á nýjum vörutegundum, m.a. jólaskrauti og ljósaseríum, með góðum árangri. 

Í upphafi ársins 2000 fékk fyrirtækið nýtt útlit og nafni þess var breytt úr Sigurður H. Egilsson ehf. í Egilsson hf. Í takt við nýja tíma var opnuð heildverslun á internetinu til að auka enn þjónustu við viðskiptavini.