Fljótt og gott

Veitingastaðurinn Fljótt og Gott er staðsettur á umferðarmiðstöð Íslands eða eins og margir segja, BSÍ. Staðsetningin gæti ekki verið meira miðsvæðis en alltaf eru næg bílastæði og engar stöðumælasektir. Hjá okkur er opið alla daga frá 07.30 til 21.00 í veitingasal og til 23.30 í bílalúgum. Um helgar er opið allan sólarhringinn.
 

Um leið og þú kemur inn á BSÍ finnur þú fyrir alþjóðlegri stemningu enda er staðurinn miðstöð rútuferða sem flytja hundruðir þúsunda ferðamanna, innlenda og erlenda um allt land og eru daglegar rútuferðir á alþjóðaflugvöllinn í Keflavík.