Gróðrarstöðin Lambhagi ehf

  • Lambhagsvegur 23 113 Reykjavík, Reykjavík, Rvk og nágrenni 108, Iceland
  • www.lambhagi.is
…“í túninu heima“…hvers vegna það?
Jú svarið er einfalt, Lambhagi er lögbýli innan borgarmarka Reykjavíkur og því einn af fáum bóndabæjum höfuðborgarsvæðisins. Lambhagi hefur allt frá árinu 1979 séð borgarbúum fyrir ferskasta salati sem völ er á. Daglega líða einungis þrjár klukkustundir frá því að salat er skorið í gróðurreitum Lambhaga, þar til varan er komin í hillur verslana.
Þessi nálægð er einstök og tryggir Lambhagasalati algjöra sérstöðu hvað varðar ferskleika.
 
Hátæknigróðurhús
Í hátæknigróðurhúsinu hafa verið sköpuð vaxtarskilyrði sem áður hafa ekki verið möguleg.
Fullkomið hitastig, fullkomin lýsing og ekkert umfram það. Fyrir tilstilli þessa alsjálfvirka og skilvirka umhverfis getur Lambhagi boðið upp á brakandi ferskar íslenskar afurðir allan ársins hring.