Handlæknastöðin ehf

Handlæknastöðin er í nýju og glæsilegu húsnæði, þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Greið aðkoma er að byggingunni og nóg er af bílastæðum. Lyfta gengur frá bílakjallara beint inn í móttöku okkar.

Árlega eru framkvæmdar um 7.600 skurðaðgerðir, þar af um 5.200 í svæfingu, flestar á börnum. Í samstarfi við Lasersjón eru gerðar um 500 augasteinsaðgerðir árlega.

Í sama húsnæði í Glæsibæ eru meðal annars Læknastöðin með fjölda sérfræðilækna og tannlæknar með sérhæfða barnatannlæknaþjónustu auk fleiri aðila.