Háskólinn í Reykjavík

  • Ofanleiti 2 og Höfðabakka 9, Reykjavík, Rvk og nágrenni 103, Iceland
  • www.ru.is

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: Lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 í fjórum deildum og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.

Háskólinn í Reykjavík
18/01/2019
Fullt starf
Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf kennsluráðgjafa á kennslusvið háskólans. Kennslusvið stýrir skipulagningu og eftirfylgni með innra og ytra gæðaeftirliti með kennslu og námi. Sviðið sinnir jafnframt kennsluráðgjöf, nýsköpun í kennslu, þjálfun kennara, þróun kennslukerfa, prófum og annarri umsýslu um kennslu við skólann.   Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í að fylgja eftir stefnu háskólans í eflingu gæða kennslu og náms.   STARFSSVIÐ : Þróun aðferðafræði kennslu og innleiðing á nýjum kennsluaðferðum Ráðgjöf og handleiðsla kennara Skipulagning og úrvinnsla kennslumats Ráðgjöf við kennslustefnu Innleiðing stafrænna kennsluhátta Þátttaka í almennum verkefnum kennslusviðs s.s. prófahaldi, undirbúningi útskrifta, almenns gæðaeftirlits o. fl.   HÆFNISKRÖFUR: Háskólapróf sem nýtist í starfið, s.s. í kennslufræði eða uppeldisfræði Reynsla af kennsluráðgjöf eða sambærilegu starfi Þekking og reynsla af háskólastarfi/framhaldsskólastarfi Góð þekking og skilningur á upplýsingatækni er skilyrði Frumkvæði í starfi og framsýni Skipulag og ögun í vinnubrögðum Góð enskukunnátta er skilyrði Teymishugsun, lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum   Nánari upplýsingar veitir Einar Hreinsson (einarhr@ru.is), forstöðumaður kennslusviðs, og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir (sigridureg@ru.is), framkvæmdastjóri mannauðs og gæða. Eingöngu þær umsóknir sem berast í gegnum umsóknarvef eru teknar til greina. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.  Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2019.