Heildverslunin Rún ehf

Rún ehf. er innflutnings- og heildverslun sem stofnsett var 1984. Fyrirtækið hefur frá upphafi sérhæft sig í innflutningi á tilbúnum fatnaði, sem seldur er áfram til verslana um allt land. Erlendir birgjar fyrirtækisins eru þekkt fyrirtæki um alla Evrópu, sem framleiða og selja þekkt vörumerki.
Fatnaðurinn sem Rún selur er; kvenfatnaður,herrafatnaður og barnafatnaður, en kven- og herrafatnaðurinn er fyrir alla aldurshópa. Rún hefur gegnum tíðina eignast stóran og traustan hóp viðskiptavina, um allt land. Starfsfólk fyrirtækisins hefur margþætta og langa reynslu í innkaupum og sölu á tilbúnum fatnaði og fyrirtækið nýtur trausts hjá erlendum birgjum, sem margir hverjir hafa fylgt fyrirtækinu frá stofnun.
Stöðugt er leitast við að fylgja nýjum straumum og stefnum í fatatísku og sækir innkaupafólk fyrirtæksins reglulega hinar ýmsu erlendu fatakaupstefnur. Starfsfólk fyrirtækisins telur að jafnaði 10 manns í fullu starfi. Rún ehf. hefur frá 2001 verið með bækistöðvar að Höfðabakka 9 Reykjavík í rúmgóðu 600 m2 húsnæði, sem hýsir skrifstofur, lager og sýningarsali fyrirtækisins.