Hópbílar hf.

Hópbílar hf. er þjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1995 til að sjá um allan almennan akstur fyrir þá sem vilja ferðast. Helstu verkefni fyrir utan akstur tengdan ferðaþjónustu, er skólaakstur í Hafnarfirði, akstursþjónusta fyrir fatlaða og adraða á höfuðborgarsvæðinu, akstur starfsmanna Ríó Tintó Alcan. Hópbílar sinna einnig almenningssamgöngum á suðurlandi, vesturlandi og austurlandi. Markmið Hópbíla hf. er að vera ávallt í fremstu röð rútufyrirtækja, efla almenningssamgöngur og veita viðskiptavinum sínum ávallt bestu  þjónustu sem völ er á hverju sinni.

Hjá fyrirtækinu starfa 120 manns.  Bílafloti fyrirtækisins í dag er 85 rútur og strætisvagnar. Það er mikið kappsmál hjá fyrirtækinu að bílstjórar séu vel upplýstir um markmið félagsins og veiti faglega og góða þjónustu.  Umhverfis og öryggismál eru ofarlega á blaði hjá fyrirtækinu.

Fyrirtækið starfar eftir vottuðum alþjóðlegum gæðakerfum ISO 14001 og OHSAS 18001 og leggur ríka áherslu á að starfsmenn taki virkan þátt í að framfylgja verklagi kerfisins. Það er einnig markmið Hópbíla að bjóða upp á eins nýlegar rútur og strætisvagna og kostur er, sem valda minni óæskilegum umhverfisáhrifum.
                      

Hópbílar hf. Melabraut 18, Hafnarfjörður, Ísland
24/05/2019
Fullt starf / hlutastarf
Við hjá Hópbílum óskum eftir að ráða bifreiðastjóra í eftirfarandi akstur: • Akstur hjá ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra á höfuðborgarsvæðinu • Akstur strætisvagna á Suðurlandi Starfshlutfall: Fullt starf / Hlutastarf Dagsetning ráðningar: Sem fyrst Hæfniskröfur: Rúturéttindi (ökuréttindaflokkur D eða D1). Íslenskukunnátta skilyrði. Rík þjónustulund og góð mannleg samskipti. Hreint sakavottorð. Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um Hægt er að senda inn umsóknir á atvinna@hopbilar.is eða hafa samband við Davíð í síma 599-6014.