Johan Rönning

VR Fyrirtæki ársins 2015
Johan Rönning hefur verið valið Fyrirtæki ársins 2015 í árlegri vinnumarkaðskönnun VR sem fram fór fimmtudaginn 7. maí síðastliðinn
Johan Rönning ber sigur úr býtum í flokki stórra fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru fleiri en 50 talsins, og er þetta fjórða árið í röð sem fyrirtækið fær þennan titil. Fyrirtækið býður öllum starfsmönnum sínum þátttöku í könnuninni, burtséð frá stéttarfélagsaðild.
Johan Rönning var einnig fyrirtæki ársins árið 2014, 2013 og 2012 ásamt því að vera í öðru sæti árið 2011 og hástökkvari ársins 2010.
Starfsmenn Johan Rönning bera þessa heiðruðu nafnbót með miklu stolti og munu áfram vinna að því að gera fyrirmyndarfyrirtækið Johan Rönning enn betra.

 
Jafnréttisstefna
Það er stefna Johan Rönning að gæta fyllsta jafnréttis og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum, verðleikum og sé virtur samkvæmt því. Með jafnri stöðu starfsmanna nýtist sú auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfi þeirra. Þannig verði tryggt að mannauður félagsins verði sem best nýttur. Stefnan á við um jafna stöðu kynja sem og jafnrétti almennt milli starfsmanna í heild.
Markmið
- Við ákvörðun um ráðningu og tilfærslur er lögð áhersla á jafnrétti og jöfn tækifæri.
- Gæta skal jafnræðis hvað varðar ábyrgð og þáttöku starfsmanna í starfshópum og nefndum á vegum fyrirtækisins.
- Greiða skal sömu laun og kjör fyrir sambærileg störf.
- Starfsmenn eiga jafnan aðgang að starfsmenntun og þjálfun.
Framkvæmd
Jafnréttisstefna þessi nær til allrar starfsemi Johan Rönning. Árlega er gerð aðgerðaáætlun í jafnréttismálum og árangur liðins árs mældur. Stjórnendur fyrirtækisins hafa skuldbundið sig til að vinna að stöðugum umbótum á jafnlaunakerfinu.
Ábyrgð
Stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á framgangi jafnréttismála í samræmi við þessa áætlun, en endanleg ábyrgð er hjá forstjóra. Stjórnendur fyrirtækisins hafa skuldbundið sig til að fara að lögum, reglum og öðrum kröfum er tengjast jafnlaunakerfinu