Knattspyrnufélag Reykjavíkur

  • Frostaskjóli 2, Reykjavík, Rvk og nágrenni 107, Iceland
  • www.kr.is

Hlutverk
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, er samofið íslensku samfélagi, elsta íslenska knattspyrnufélagið og gegnir lykilhlutverki í íslenskri íþróttahreyfingu. KR starfrækir metnaðarfullt, faglegt og fjölbreytt íþróttastarf í knattspyrnu sem og öðrum greinum með heilbrigði og vellíðan að leiðarljósi og því markmiði að ná úrvals árangri í afreks- og uppeldisstarfi.
“Einu sinni KR-ingur alltaf KR-ingur” er lífssýn sem félagið ræktar meðvitað og skapar þannig mikil lífsgæði og eftirsóknarvert samfélag þar sem ríkir gleði og stolt.