Malbikunarstöðin HÖFÐI hf.

Malbikunarstöðin Höfði hf. er í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf.
en við stofnun fyrirtækisins á árinu 1996 sameinuðust tvö borgarfyrirtæki, Malbikunarstöð- og Grjótnám Reykjavíkurborgar, í eitt hlutafélag. 
Allir starfsmenn borgarfyrirtækjanna voru ráðnir hjá nýja hlutafélaginu og eru þá að jafnaði 30 starfsmenn í heilsársstarfi hjá fyrirtækinu, en þar að auki eru ráðið starfsfólk yfir sumartímann eða tímabundið á öðrum tímum eftir atvikum,
Starfsemi fyrirtækisins í þessu nýja formi hófst í ársbyrjun 1997 og er fyrirtækið því ungt að árum en byggir jafnframt á mikilli starfsreynslu á sínu verksviði.
Fyrirtækið skiptist í fimm deildir: Hráefnadeild, framleiðsludeild, framkvæmdadeild, rannsókna- og þróunardeild og sölu- og markaðsdeild.