Motif ehf.

Fyrirtækið Motif hefur verið starfrækt síðan árið 2006. Motif flytur inn auglýsinga- og gjafavörur til sölu á fyrirtækjamarkaði. Vörur eins og merktir pennar, slæður, pokar, möppur, húfur, endurskinsmerki og jólagjafir starfsmanna eru algengar söluvörur fyrirtækisins. Motif leggur mikið upp úr gæðum vörunnar og þjónustu. Motif er í sama húsnæði og auglýsingastofan Grafika. Hönnun á útliti merkinga á auglýsingavörum er í höndum Grafika og innifalin í verði.
 

Motif ehf. Bæjarhraun 12, Hafnarfjörður, Ísland
03/07/2019
Hlutastarf
Vinnutími: 4 tímar eftir hád, 4 daga í viku! Vinnan felst í að svara fyrirspurnum á netpósti, reikna út formúlu, raða bókhaldi, vinna auðlærða heimasíðuvinnu og fleira sem til fellur.  Hæfniskröfur Að hafa kunnáttu á Excel og DK bókhaldsforrit. Að hafa bílpróf. Að vera skapgóður, nákvæmur, vel skrifandi á íslensku og góður í mannlegum samskiptum. Kunnátta á Illustrator og Photoshop er stór plús en ekki nauðsynleg. Skrifhæfni á ensku er mjög æskileg. Umsóknir skulu berast á motif@motif.is  fyrir 1.ágúst.  Starf hefst 1.september.