Perlan Veitingahús

Veitingastaður Perlunnar er einn vinsælasti veitingastaður Reykjavíkur, enda þykir Perlan einn þeirra staða sem hver ferðamaður verður að koma til. Stórkostlegt útsýni og glæsilegur arkitektúr er ekki allt sem Perlan hefur upp á að bjóða. Í Perlunni starfa kokkar sem eru fastir gestir í kokkalandsliði Íslands, ásamt því að hafa verið meðlimir í Club des Chefs des Chefs, sem er klúbbur matreiðslumeistara sem elda fyrir forseta og fyrirmenni þjóða sinna.

Fáið ykkur fordrykk eða slappið af eftir gómsæta máltíð á barnum á efstu hæð Perlunnar. Njótið lífsins og ótrúlegs útsýnis frá toppi Perlunnar.