RST Net

  • Álfhellu 6, Hafnarfjörður, Rvk og nágrenni 221, Iceland
  • www.rst.is

RST Net er þjónustu-, verktaka- og framleiðslufyrirtæki á sviði véla- og rafbúnaðar í orkuiðnaði.  Helstu viðskiptavinir fyrirtækisins í orkuiðnaði eru raforkuframleiðendur, dreifiveitur og stóriðjuver.  Fyrirtækið rekur m.a. sérhæft aflspennaverkstæði og er með umboðs- og þjónustusamninga við öfluga framleiðendur og samstarfsaðila sem þekktir eru fyrir að tryggja gæði og öryggi búnaðar sem tengdur er aflspennum.   

RST Net
27/12/2018
Fullt starf
RST Net ehf óskar eftir að ráða til starfa: Vélfræðinga, raf- og véliðnfræðinga Iðnaðarmenn með sveinspróf sem hafa lokið að hluta eða öllu leyti við nám í vélfræði, raf- eða véliðnfræði.  Vélfræðingar sem ekki hafa lokið sveinsprófi í vélvirkjun koma að sjáfsögðu einnig til greina.  Um er að ræða störf í sérhæfðum verkefnum, sem krefjast metnaðar, góðrar þekkingar og færni á fagsviði viðkomandi ásamt hæfni í mannlegum samskiptum í teymisvinnu í verkum þar sem vönduð vinnubrögð eru lykilatriði.   Raf-, málm- og véliðnaðarmenn Iðnaðarmenn með sveinspróf í raf-, málm- eða véliðngreinum.  Iðnnemar í rafvirkjun, rafveituvirkjun og vélvirkjun koma einnig til greina.  Um er að ræða störf í nýframkvæmdum, þjónustu og framleiðslu búnaðar sem fyrirtækið sérhæfir sig í innan orkugeirans.  Ófaglærðir iðnaðarmenn Ófaglærða iðnaðarmenn sem hafa reynslu af störfum í rafmagns-, málm- eða véliðngreinum.  Um er að ræða störf á verkstæði og í framkvæmdaverkum fyrirtækisins.  Umsóknir berist á  rst@rst.is  eða  kt@rst.is   RST Net ehf er framsækið framleiðslu-. þjónustu – og verktakafyrirtæki í raforkuiðnaði og eru helstu viðskiptavinir þess framleiðendur, flutnings- og dreifingaraðilar raforku auk stóriðju.   Fyrirtækið veitir sérhæfða þjónustu í ástands- og bilanagreiningu í raforkukerfum.  Fyrirtækið starfrækir sérhæft aflspennaverkstæði og er með umboðs- og þjónustusamninga við öfluga framleiðendur, birgja og samstarfsaðila sem þekktir eru fyrir gæði og öryggan búnað sem tengdur er aflspennum.  Þá framleiðir fyrirtækið sérhannaðar og vandaðar dreifispennistöðvar, sem tengjast við milli- og lágspennu í jarðstrengjakerfi dreifiveitna, auk þess að hanna og smíða dreifi- og stjórnskápa fyrir veitukerfi af ýmsu tagi.