TM

TM leggur ríka áherslu á kynjajafnrétti og jafnréttismál eru meðal forgangsatriða í þróun og framtíðarsýn félagsins. Frá 2014 hefur TM hlotið jafnlaunavottun VR og það var með fyrstu fyrirtækjum til að fá viðurkenningu Jafnréttisvísis Capacent. Það er TM sérstakt kappsmál að skapa lifandi og kraftmikið starfsumhverfi og vera aðlaðandi vinnustaður fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk. Aðeins þannig getur félagið þróast og eflst með það að marki að mæta kröfum framtíðarinnar

TM
18/01/2019
Fullt starf
TM auglýsir laust til umsóknar starf innan tjónaþjónustu. Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum og með ríka þjónustulund.   Starfssvið Almenn afgreiðsla vegna eignatjóna Tjónaskráning og mat á bótaskyldu Tjónaskoðanir og tjónamat Samskipti og þjónusta við viðskiptavini og samstarfsaðila Gagnaöflun og útreikningur tjónakostnaðar   Hæfniskröfur Menntun á sviði iðngreina, t.d. húsasmíða, pípulagna eða tæknifræði Reynsla af gerð kostnaðarmata æskileg Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum Góð almenn tölvukunnátta ásamt góðri íslenskukunnáttu Hæfni til að geta starfað sjálfstætt og unnið vel undir álagi Gerð er krafa um nákvæmni í starfi og markviss og fagleg vinnubrögð   Nánari upplýsingar veitir Ólafur Haukur Ólafsson forstöðumaður Eignatjóna TM ( olafur@tm.is ) Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar n.k.