Austur Indíafélagið hf - veitingahús

NAMASTE!
 
Í rúm 20 ár hafa gestir Austur-Indíafjelagsins notið ekta indversks matar í hlýlegu og notalegu umhverfi. Á 20. afmælisárinu tók staðurinn  algjörum stakkaskiptum m.a. með glæsilegum bar og rými fyrir einkasamkvæmi.  Sem fyrr er það besta úr indverskri matargerð á boðstólum. Verið velkomin í nýtt og stórglæsilegt Austur-Indíafjelag.

Veisluþjónusta okkar er fjölbreytt og reynsla Austur-Indíafjelagsins er mikil. Við höfum galdrað fram mat fyrir jafnt litla hópa og upp í stóra opinbera veislu Indlandsforseta sem haldin var fyrir íslenska stjórnmálaleiðtoga og fólk úr atvinnulífinu. Á hverju ári önnumst við margs konar veislur, s.s. brúðkaup, afmæli, útskriftir, fyrirtækjaveislur og fleira.

Sérstaða okkar:
Austur-Indíafjelagið nýtur algjörrar sérstöðu í veisluþjónustu. Við aðstoðum við skipulag, val á matseðli og hvernig hægt er að mynda alveg einstaka stemmingu svo að veislan gangi fullkomlega upp. Til að auðvelda val á matseðli í stærri veislur (25 eða fleiri) þá bjóðum við upp á smökkun á miklu úrvali rétta viðskiptavinum að kostnaðarlausu.