Kaupás

  • Bíldshöfða 20, Reykjavík, Rvk og nágrenni 104, Iceland
  • www.kaupas.is

Kaupás rekur 23 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um sunnan- og austanvert landið. Stofnun Kaupáss má rekja aftur til ársins 1999 í kringum sameinaðan rekstur Nóatúns, 11-11, KÁ, Kjarvals, Krónunnar, Húsgagnahallarinnar og Intersport. Frá upphafi var það helsta markmið félagsins að ná fram hagræðingu með sameiningu rekstrarþátta eins og innkaupa, bókhalds, starfsmannamála, tölvumála og markaðsmála. 

 

Enn þann dag í dag er markmið Kaupáss það sama, þ.e. að finna sameiginlega þætti til hagræðingar í rekstrarkostnaði og auka tekjumöguleika fyrirtækjanna og samkeppnisstyrk. Árið 2003 keypti Norvik Kaupás með öllum þeim verslunum sem heyrðu undir þeim.

 

Árið 2014 keypti Festi hf. Kaupás að fullu en Festi hf. er eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja.

 

Verslanirnar eru í dag reknar undir merkjum þriggja keðja; Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals. Kaupás er nú með höfuðskrifstofur sínar að Skarfagörðum 2, Reykjavík.