Héðins hurðir

Héðins hurðir er sjálfstætt fyrirtæki í eigu Héðins hf. og er stærsta fyrirtæki landsins í bílskúrs- og iðnaðarhurðum. 

Iðnaðarhurðir okkar er að finna í stórum sem smáum fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Það eru sérstök meðmæli með gæðum hurðanna og þjónustu að stór hluti björgunarsveita og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu treystir á Héðins hurðir.

Héðins hurðir annast sölu og uppsetningu á iðnaðarhurðum og sölu á bílskúrshurðum, svo og viðhalds- og viðgerðarþjónustu.

Héðins hurðir eru til húsa að Íshellu 10 í Hafnarfirði í afar rúmgóðu húsnæði og hefur yfir að ráða fjölda þjónustubíla til að sinna viðskiptavinum.

hedinshurdir.is