Borgarleikhúsið

Leikfélag Reykjavíkur er elsta leikfélag sem starfað hefur óslitið á Íslandi og er jafnframt eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Leikfélagið var  stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag. Helsti hvatinn að stofnun félagsins var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina.

Borgarleikhúsið Borgarleikhúsið, Listabraut, Reykjavík, Ísland
18/05/2019
Fullt starf
  Ert þú markaðsmanneskja með ástríðu fyrir leikhúsi?     Borgarleikhúsið leitar að skapandi og hugmyndaríkum markaðsstjóra sem hefur drifkraft og metnað til að ná árangri í starfi. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi og skemmtilegu umhverfi.   Starfssvið Yfirumsjón markaðsmála og mótun stefnu markaðsdeildar Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun Ábyrgð á markaðs- og kostnaðaráætlunum framkvæmd og eftirfylgni Ábyrgð á ímyndar- og markaðsmálum leikhússins Samskipti við auglýsingastofur og fagaðila á sviði markaðsmála Kynningarmál og samskipti við fjölmiðla Forsvar fyrir fyrirtækja- og hópasölu Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun á sviði viðskipta- og/eða markaðsfræði, framhaldsmenntun í markaðsfræði er kostur Mikil reynsla af markaðsmálum og markaðssetningu á samfélagsmiðlum Sköpunargleði og gott auga fyrir hönnun Þekking og reynsla af grafískri hönnun Þekking og reynsla af verkefnastjórnun Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti Umsókn Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2019   Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun og eitt elsta menningarfélag landsins, 122 ára gamalt. Félagið annast rekstur Borgarleikhússins skv. sérstökum samningi við Reykjavíkurborg. Hjá félaginu starfa milli 180-200 manns með metnað, fagmennsku og framsýni að leiðarljósi. Borgarleikhúsið er fjölsóttasta leikhús landsins og sviðsetur um 15 leiksýningar á ári auk ýmissa annarra viðburða.