Köfunarþjónustan

Köfunarþjónustan ehf er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið hefur áralanga reynslu á sviði köfunar, er vel tækjum búið og hefur yfir að ráða hópi reyndra atvinnukafara. Fyrirtækið tekur að sér stór sem smá köfunarverkefni í sjó, vötnum og uppistöðulónum ásamt þvi að kafa í allskonar tanka, brunna og dæluhús.