UNICEF Ísland

UNICEF er áhrifamesti málsvari bágstaddra barna í heiminum. Leiðarljós samtakanna er sú bjargfasta trú að öll heimsins börn eigi rétt á heilsu, menntun, jafnrétti og vernd.

Landnefndir UNICEF eru 37 talsins og staðsettar í Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku, Japan, Hong Kong, Suður-Kóreu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Um er að ræða sjálfstæð félög sem hafa það markmið að safna fjárstuðningi við verkefni UNICEF í þróunarlöndunum og fræða börn og ungmenni í sínu landi um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstæður í fátækari löndum þessa heims og verkefni UNICEF. Landsnefndirnar afla um 40% af fé UNICEF.