Hjallastefnan

Hjallastefnan ehf er framsækið menntafyrirtæki í eigu áhugafólks um skólastarf. Fyrirtækið var stofnað af Margréti Pálu Ólafsdóttur árið 2000 til þess að standa fyrir rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði á grundvelli þjónustusamnings en Margrét Pála hafði þá verið leikskólastjóri á Hjalla í áratug og þróað þar kenningar og námskrá Hjallastefnunnar.

Félagið rekur nú tíu leikskóla á grundvelli þjónustusamninga við sveitarfélög; leikskólana Litla-Hjalla og Hjalla í Hafnarfirði, leikskólana Litlu-Ása og Ása í Garðabæ, leikskólann Hólmasól á Akureyri, leikskólann Hraunborg á Bifröst, leikskólann Völl í Reykjanesbæ, leikskólana Laufásborg og Öskju í Reykjavík og leikskólann Akur í Reykjanesbæ. Að auki rekur félagið þrjá einkaskóla á grunnskólastigi en það eru Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ, Hafnarfirði og nú síðast í Reykjavík.

Hjallastefnan
15/03/2019
Fullt starf
Í dag er laus staða skólastjóra á Velli í Reykjanesbæ. Skólastjórastarfið er mjög skemmtilegt, fjölbreytt og þroskandi. Menning og andrúmsloft leikskólans einkennist af gleði, kærleika og mikilli sköpun. Í dag er laus staða skólastjóra á Velli í Reykjanesbæ. Skólastjórastarfið er mjög skemmtilegt, fjölbreytt og þroskandi. Menning og andrúmsloft leikskólans einkennist af gleði, kærleika og mikilli sköpun. Í hverjum skóla ber skólastjóri ábyrgð á fjórum viðmiðum: • Gleði barna og ánægju foreldra • Starfsánægju starfsfólks • Gæði í fagstarfi • Góðum rekstri Á Velli er frábært samstarfsfólk, góðir foreldrar og gæðin í starfi hafa aukist með hverju ári. Við hvetjum því alla sem hafa áhuga á að starfa sem skólastjóri að sækja um. Hæfniskröfur eru • Leikskólakennari • Mikilvægt er að viðkomandi þekki hugmyndafræði Hjallastefnunnar og hafi löngun til að taka hana alla leið • Öll stjórnunarreynsla er mikilvæg Þá eru allir þeir eiginleikar í samskiptum sem við boðum í Hjallastefnunni öllum til framdráttar. Þið sem viljið sækja um starfið sendi fyrir 1. apríl umsókn með starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem kemur fram af hverju þér finnst þetta áhugavert starf og hvað þig langar að koma með í starfið. Hafir þú áhuga á að sækja um, farðu þá inn á vef skólans hjalli.hjalli.is og veldu Starfsumsókn. Nánari upplýsingar á thordis@hjalli.is eða síma 777 3008.