Slippfélagið í Reykjavík

Slippfélagið ehf er á fjórum stöðum í dag. í Dugguvogi 4, 104 Reykjavík, þar eru aðalstöðvar fyrirtækisins, skrifstofa, lager og verslun. Í Borgartúni 22, 105 Reykjavík, Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði og að Gleráreyrum 2, 600 Akureyri. 

Félagið selur flestar gerðir málningar s.s. húsamálningu og viðarvörn. Í umhverfismálum er stefna félagsins að sem flestar vörur þess séu umhverfisvænar og því eykst sífellt framboð þess á slíkum vörum. Vörur félagsins eru seldar hjá samstarfsaðilum þess allt í kringum landið.