Sparnaður ehf

Vilt þú láta gott af þér leiða…                                                        
Sparnaður er ráðgjafafyrirtæki sem hefur sett sér það markmið að auka samkeppni á fjármálamarkaði með nýjungum í ráðgjöf, vörum og hugsun.
Sparnaður fer nýjar leiðir í ráðgjöf og veitir aðstoð við að greiða niður skuldir, auka eignamyndun og fjárhagslegt öryggi viðskiptavina.
Sparnaður veitir ekki aðeins ráðgjöf heldur býður upp á leiðir til þess að viðskiptavinir nái markmiðum sínum með einstaklega góðum vörum á fjármálamarkaði. Sparnaður sameinar nýja hugsun í fjármálaþjónustu með aldagamalli reynslu frá Þýskalandi og áræði í samkeppni við öflugustu fjármálafyrirtæki á landinu.
Starfsfólk Sparnaðar ehf. starfar með það að leiðarljósi að benda á leiðir fyrir heimilin í landinu til að stórlækka hjá sér útgjöldin og tryggja sér örugga afkomu á efri árum.