Jökulsárlón ehf

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er sérstætt náttúruundur þar sem gríðarstórir ísjakar fljóta um á jökullóninu og eru þeir ótvíræð listaverk af náttúrunnar hendi.

Á Jökulsárlóni er boðið upp á 30-40 mín. siglingu á hjólabátum frá því í maí fram í september. Lónið leggur yfir veturinn og því ekki hægt að sigla allt árið um kring. Ferðirnar eru með leiðsögumanni sem upplýsir farþega um það sem fyrir augu ber. Einnig er lítill veitingaskáli við lónið þar sem hægt er að fá léttar veitingar, kaffi og minjagripi. Fyrir utan skálann er góður sólpallur þar sem ljúft er að slappa af og njóta náttúrunnar.