Höfnin

Höfnin er fjölskyldurekinn veitingastaður sem Brynjar og Elsa settu upp árið 2010. Sérstaklega var hugað að því að viðhalda tíðaranda og „sál“ hússins sem er mikil en sægrænu húsin við Suðurbugtina eru byggð á árunum kringum 1930 og þjónuðu hér sem beitningaskúrar og netageymslur fram yfir aldamótin síðustu.

Á Höfninni er lögð áhersla á klassískan íslenskan mat sem færður er í nútíma búning og meðal vinsælla rétta eru skelfisksúpan sem fræg er orðin, bláskelin, plokkfiskurinn bleikjan og íslenska lamba- og nautakjötið. Útisvæðið okkar er eitt hið allra besta á svæðinu og frábært að njóta þar í mat og drykk.

Fjölskyldan býður gesti sína velkomna í von um að þeir upplifi nútímann í samt klassískum íslenskum mat framsettum af meistarahöndum.

Höfnin Höfnin, Geirsgata, Reykjavík, Ísland
19/07/2019
Vaktavinna
 (english below) Okkur hjá Höfninni veitingahúsi vantar aðstoðarkokk með reynslu. Vaktavinna í boði og gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Starfskröfur: Reglusemi Reynsla Umsóknir sendast á:   brynjar@hofnin.is ----- Höfnin restaurant is looking for an experienced assistant chef. We offer shifts and if you can start soon, it would be appreciated. Job Requirements: Regularity Experience Please send your application via email:  brynjar@hofnin.is