Arctic Trucks Ísland ehf.

Hjá Arctic Trucks starfar samhent lið starfsmanna að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast jeppum og ferðalögum. Hjá Arctic Trucks á Íslandi er starfrækt verslun fyrir jeppafólk, breytingaverkstæði, almennt verkstæði sem er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Toyota, dekkjaverkstæði og ástandsskoðanir. Við erum einnig með umboð fyrir Yamaha á Íslandi og starfrækjum ferðaskrifstofuna Arctic Trucks Experience. Arctic Trucks starfar á 10 stöðum í heiminum, þar á meðal Suðurskautslandinu, og hyggur á frekari útrás á næstu árum.