Lóðaþjónustan ehf

Lóðaþjónustan býður upp á alhliða þjónustu varðandi yfirborðsfrágang lóða ásamt því að útvega allan efnivið til verksins, við bjóðum upp á hönnun garða í heild sé þess óskað.
•     Þjónusta
•     Þægindi
•     Fagmennska
Við erum í samstarfi við fagaðila sem koma að verkum sé þess þörf t.d rafvirkjameistara og pípulagningarmeistara. Helstu verkþættir Lóðaþjónustunnar eru hellulagnir af öllum toga, lagningar snjóbræðslukerfa, gerð hleðsluveggja, jarðvegsskipti, túnþökulagnir og gróðursetning. Uppsetning og frágangur leikvalla, uppsetning skjólgirðinga og sólpalla ásamt því að sjá um lagningu ídráttarröra fyrir rafmagn, ennfremur tökum við að okkur drenlagnir. Við sjáum um niðurrif og förgun ásamt því að leigja út smágröfur til flestra verka.
Grjóthleðslur, holtagrjót og stuðlaberg hafa notið mikilla vinsælda í görðum, við tökum að okkur að útvega hráefni og uppsetningu á þeim.
 Við tökum að okkur malbikun bílastæða og göngustíga, kantsteypu og málun bílastæða auk steyptra gangstétta
 Við tökum að okkur reglubundið viðhald á görðum með snyrtingu trjáa, slætti og gróðursetningu, þessi verkþáttur er unnin af garðyrkjufræðingi okkar.
 Lóðaþjónustan vinnur eingöngu eftir tilboðsgerð, reynslan hefur kennt okkur að farsælast er fyrir viðskiptavini okkar að láta okkur eftir að sjá um öflun efnis ásamt því að sjá um brottflutning og förgun á úrgangsefni, en að sjálfsögðu vinnum við einnig með efni sem viðskiptavinur útvegar á eigin vegum.
Lóðaþjónustan ehf, Eirhöfða 12, 110 Reykjavik - sími 568 0250 lod(hjá)lod.is