Hebron - Vinnufatnaður

Hebron-Vinnufatnaður hefur í áratugi selt og þjónustað tugi þúsunda starfsmanna með vinnu og öryggisfatnað. Í dag er úrvalið slíkt að erfitt er að finna vöru sem að ekki hentar. Ef svo ólíklega vill til að ekkert finnst sem að er við hæfi, þá má alltaf kanna möguleikana á sérsaum, sem og möguleikana á að sérpanta vörur sem ekki eru til á lager.

Við bendum verktökum og fyrirtækjum á þá framúrskarandi þjónustu sem að hefur verið einkenni Hebron-Vinnufatnaðar í fjölda ára. Einn af þeim fjölmörgu þjónustuþáttum sem að við bjóðum upp á er að fyrirtæki sem eru með 10 starfsmenn eða fleiri gefst kostur á að fá starfsmann Hebron-Vinnufatnaðar á staðinn (innan höfuðborgarsvæðisins) og taka mál af öllum starfsmönnum. Við sjáum síðan um að  fatnaður eða skór séu sendir um hæl í réttum stærðum og merkt fyrirtæki samkvæmt fyrirfram ákveðnum stöðlum.

Við bjóðum að sjálfsögðu upp á þrykktar merkingar, ísaumaðar merkingar, nafnamerkingar og sérsaumur en allt er þetta daglegt brauð fyrir starfsfólk Hebron-Vinnufatnaðar ehf.