Fossberg

Fossberg hefur verið sérverslun með iðnaðarvörur, vélar, verkfæri, ýmiskonar festingar og margt fleira fyrir fagmanninn frá 1927.

Hjá okkur færðu allskonar festingar, allt að 36x360mm ryðfría og herta bolta, allt að 100mm lykla, allt frá litlum skrúfvélum uppí stórar fræsi- og borvélar, allt frá 12v „jeppapressu“ upp í alvöru snigil-loftpressur. Vinnuskór, hanskar hverskonar, hlífðarvörur, mælitæki, slípivörur, ryksugur, háþrýstidælur, talíur, legupressur, borbrýnivélar og svo mætti lengi telja.

Fossberg selur meðal annars
- fræsi- og renniverkfæri frá Sandvik Coromant
- hanska og skó frá Ejendals
- skurðarskífur og slípivörur frá Flexovit
- rafmagnsverkfæri frá Metabo
- Borvélar, rennibekki, sagir og fleira frá Optimum-Stürmer
- Stahlwille
og Unior handverkfæri
- Rocol og Weicon efnavörur
- Bor- og snittverkfæri frá Ruko og Walter
ásamt ýmsum iðnaðarvörum fyrir málmiðnaðarmenn og annan iðnað.