Eimskip

Eimskipafélag Íslands var stofnað þann 17. janúar 1914 og er elsta skipafélag á Íslandi. Félagið hefur frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutninga til og frá landinu, en í dag býður Eimskip upp á alhliða flutningsþjónustu um allan heim. Eimskip rekur skrifstofur í 19 löndum og hefur umboðsmenn í fjölmörgum löndum að auki.  
Markmið Eimskips er að veita viðskiptavinum sínum alhliða flutningaþjónustu sem byggir á áreiðanlegu og skilvirku siglingakerfi á Norður-Atlantshafssvæðinu og frystiflutningsmiðlun um allan heim. Eimskip myndar þannig trausta og órjúfanlega keðju flutninga frá sendanda til móttakanda.
 
STARFSFÓLK
Hjá Eimskip starfar úrvalshópur sem hefur gildi fyrirtækisins að leiðarljósi;
Starfsfólk Eimskips, þekking þess og færni, er mikilvægasta auðlind félagsins. Hópurinn samanstendur af ólíkum einstaklingum sem sinna mismunandi störfum og búa að ólíkri reynslu og þekkingu.  Með sameiginlegum gildum og góðri þekkingu stillir hópurinn saman strengi , byggir öflugt fyrirtæki og eftirsóknarverðan vinnustað.
Eimskip starfar í alþjóðlegu umhverfi og rekur starfsstöðvar í 18 löndum. Höfuðstöðvar félagsins eru í Reykjavík, auk þess sem reknar eru starfsstöðvar sem sinna flutningatengdri þjónustu allt í kringum landið . Heildarfjöldi starfsmanna er um 1350 manns, þar af starfa um 780 manns á Íslandi.
Eimskip býr starfsmönnum sínum skapandi og þroskandi vinnuumhverfi sem einkennist af metnaði og gleði. Boðið er upp á markvissa fræðslu og þjálfun sem miðar ávallt að því að auka þekkingu og efla einstaklinga. Framlag starfsmanna er metið að verðleikum og þess gætt að vinnuumhverfi stuðli að velferð og vellíðan í starfi. Með þessu móti er góður grunnur lagður að velgengni Eimskips.