Hótel Holt

Hótel Holt er 40 herbergja, 4 stjörnu hótel í hjarta borgarinnar.
Hótel Holt var opnað þann 12. febrúar 1965. Húsið var byggt af einum helsta athafnamanni þjóðarinnar á 20. öldinni, Þorvaldi Guðmundssyni, og eiginkonu hans Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Hótelið hefur ætíð verið í eigu fjölskyldunnar og í dag er Geirlaug Þorvaldsdóttir eigandi þess. Þau Þorvaldur og Ingibjörg voru miklir listunnendur og gjörvöll byggingin ber vitni um það með málverkum og öðrum listaverkum í öllum rýmum hótelsins.
 
Upphafið
Hótel Holt var upphaflega 36 herbergja hótel. Árið 1973 var herbergjum fjölgað í 53 en það var síðan árið 1993 sem gerðar voru miklar endurbætur á húsinu og herbergjum fækkað í 42. Með þessum breytingum var svítum hótelsins fjölgað úr fjórum í tólf. Tilgangurinn var að mæta kröfum gesta um rúmbetri og þægilegri herbergi. Öll herbergi hótelsins eru sígild í hönnun og einfaldleikinn látinn ráða ferðinni.
 
Frá árinu 2005 hefur herbergjafjöldi hússins verið 41 herbergi. Það ár var einu herbergjanna breytt í lítið heilsuræktarherbergi. En líkt og áður hefur hótelið átt mjög gott samstarf við líkamsræktarstöðina World Class og fá allir gestir hótelsins frían aðgang hjá stöðinni.
Alþjóðlegt samstarf
Hótel Holt hefur verið virkt í alþjóðasamstarfi um árabil. Allt frá 1991 hefur hótelið verið hluti af SRS bókunarkerfinu sem í dag er orðið að Worldhotels- hótelkeðjunni.
 
Worldhotels er 11. stærsta hótelkeðja sinnar tegundar í heiminum með yfir 500 hótel víðsvegar um allan heim. Einkunnarorð Worldhotels eru : "unique hotels for unique people". En þau einkunnarorð falla afar vel að ímynd Hótel Holts þar sem sérstaðan er í fyrirrúmi og hver og einn viðskiptavinur er einstakur.
Veitingastaðurinn
Gallery Restaurant er í fremstu röð veitingahúsa á Íslandi og hefur verið það frá upphafi. Staðurinn hefur í gegnum árin alið af sér helstu fagmenn stéttarinnar, hvort heldur sem er í matreiðslu eða framreiðslu, og hafa margir þeirra unnið til verðlauna. Gallery Restaurant tekur um 85 manns í sæti. Í janúar 2008 voru gagngerar endurbætur gerðar á eldhúsi hótelsins og sérsmíðuð