Saffran

Fyrsti SAFFRAN veitingastaðurinn opnaði formlega mánudaginn 17. mars 2009, í Glæsibæ, Reykjavík.

SAFFRAN býður heilsusamlegan, alþjóðlegan, ferskan, framandi og ódýran mat sem kryddar sál þína og nærir líkamann. Við veljum að mestu íslenskt gæðahráefni í matinn okkar en flytjum inn okkar eigið saffran sem er það besta í heimi að okkar mati! Allt brauðmeti er bakað úr blöndu af heilhveiti, spelt og byggi. Einnig er boðið uppá sérhannaðar samlokur úr naan brauði, svokallaðar “naanwich”. Sérréttur staðarins er SAFFRAN kjúklingur eldaður í Tandoori ofninum – himnesk sæla.

Saffran
15/10/2018
Hlutastarf
Vantar þig krydd í tilveruna?   Saffran er framandi og frábær veitingastaður sem leggur áherslu á hollan, bragðgóðan mat og gleði. Við lofum krydduðu og framandi umhverfi.   Saffran   á Bíldshöfða leitar að duglegu fólki í hlutastarf í sal og eldhús , hentar vel með skóla.   Ef þú starfar í afgreiðslu munt þú eftir þjálfun þína, starfa í afgreiðslu taka af borðum, þrifa veitingastaðinn, afgreiða viðskiptavini, bera fram mat og sinna öllum almennum störfum.   Ef þú starfar í eldhúsinu munt þú eftir þjálfun þína starfa í eldhúsi við að aðstoða vaktstjóra við matargerð, starfa við þrif í eldhúsinu og sinna og öllum almennum störfum.   Þó svo að aðalstarfsstöð er annaðhvort í afgreiðslu eða í eldhúsi teljast öll störf á veitingastaðnum til starfssviðs starfsmanna.   Hæfniskröfur Snyrtimennska Stundvísi Reynsla af svipuðu starfi væri frábær Dugnaður Geta til þess að vinna undir álagi Mjög góð enskukunnátta Góð íslenskukunnátta æskileg í afgreiðslu Saffran var stofnað 2004 og er rekið á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu . SÆKJA UM ÞETTA STARF