Saffran

Fyrsti SAFFRAN veitingastaðurinn opnaði formlega mánudaginn 17. mars 2009, í Glæsibæ, Reykjavík.

SAFFRAN býður heilsusamlegan, alþjóðlegan, ferskan, framandi og ódýran mat sem kryddar sál þína og nærir líkamann. Við veljum að mestu íslenskt gæðahráefni í matinn okkar en flytjum inn okkar eigið saffran sem er það besta í heimi að okkar mati! Allt brauðmeti er bakað úr blöndu af heilhveiti, spelt og byggi. Einnig er boðið uppá sérhannaðar samlokur úr naan brauði, svokallaðar “naanwich”. Sérréttur staðarins er SAFFRAN kjúklingur eldaður í Tandoori ofninum – himnesk sæla.

Saffran
14/05/2018
Fullt starf
Vantar þig krydd í tilveruna? Saffran er framandi og frábær veitingastaður sem leggur áherslu á hollan, bragðgóðan mat og gleði. Við lofum krydduðu og framandi umhverfi.   Saffran  í Bæjarhrauni   leitar að veitingastjóra .   Eftir þjálfun þína ert þú aðalmanneskjan á staðnum. Þú byggir á góðan grunn ásamt yfirmönnum í sal og í eldhúsi. Þú ert í frábærum félagsskap þar sem þú færð frelsi innan ákveðins ramma til þess að gera það sem gott er enn betra í samráði við þína yfirmenn. Þú færð heilan veitingastað til umráða sem þú berð fulla og algjöra ábyrgð á. Þú ert ábyrg/ur fyrir framúrskarandi gæðum og þjónustu, passar upp á hreinlæti, góðan móral og skilar góðum rekstri í hverjum mánuði. Þú hefur aðgang að góðu baklandi sem aðstoðar þig og styður þar sem þig vantar aðstoð. Þú vinnur alla mánudaga - föstudaga 9-17 og skilar 15 tímum á mánuði í kvöld- og helgarvinnu svo þú hafir góða yfirsýn yfir staðinn.   Hæfniskröfur:   Reynsla af svipuðu starfi eða vaktstjórnun Stúdentspróf eða iðnmenntun Nákvæmni og öguð vinnubrögð Metnaður Sjálfstæði Ábyrgðartilfinning Ákveðni og hlýja Umburðalyndi Framúrskarandi mannleg samskipti Grunnþekking á Excel kostur Grunnþekking á Navision kostur   Saffran var stofnað 2004 og er rekið á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu . SÆKJA UM ÞETTA STARF
Saffran
11/05/2018
Fullt starf
Vantar þig krydd í tilveruna?   Saffran er framandi og frábær veitingastaður sem leggur áherslu á hollan, bragðgóðan mat og gleði. Við lofum krydduðu og framandi umhverfi.   Saffran  á Bíldshöfða  leita r  að aðstoðarveitingastjóra í sal í 100% starf , vaktavinna.   Eftir þjálfun þína ert þú staðgengill veitingastjóra þegar hann/hún er ekki á staðnum, munt vera 95% af vinnutíma þínum á sölugólfinu þar sem tekur fullan þátt í öllum störfum og hoppar inn í eldhús ef þarf. Þú berð ábyrgð á veitingastaðnum, starfsmönnum, ánægju gesta, hreinlæti, gæðum, rýrnun og þú munt þurfa að manna einstakar vaktir. Þú ert aðalmanneskjan á svæðinu sem yfirmaður þinn getur reitt sig á.     Hæfniskröfur 22 ára aldurstakmark Reynsla af vaktstjórn æskileg Mjög góð íslensku- og/eða enskukunnátta Snyrtimennska Stundvísi Dugnaður Geta til þess að vinna undir álagi Mjög góð mannleg samskipti Saffran var stofnað 2004 og er rekið á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. SÆKJA UM ÞETTA STARF