Starfatorg

Ríkið er stærsti þekkingarvinnustaður landsins og býður upp á mjög fjölbreytt og krefjandi störf, enda er starfsemi þess margvísleg að eðli og umfangi. Stofnanir ríkisins eru um 190.
Starfatorg
11/05/2018
Fullt starf / hlutastarf
Sjá nánar á  Starfatorgi
Starfatorg Höfuðborgarsvæðið
07/05/2018
Rannsóknarmaður í efnagreiningartækni Kerfislíffræðisetur Háskóli Íslands   Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands ( http://systemsbiology.hi.is ) í samstarfi við Kerecis ehf. (www.kerecis.com) auglýsir eftir rannsóknarmanni til að taka þátt í að leiða verkefni við efna- og lífefnagreiningar með massagreini. Við Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands eru stundaðar fjölþátta rannsóknir á efnaskipta svari frumna við líffræðilegu áreiti. Kerecis ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki sem vinnur að þróun fiskroðs til notkunar við meðhöndlun þrálátra sára. Starfsmaðurinn mun starfa sem hluti af teymi sem einbeitir sér að auðkenningu á lífefnasamsetningu og lífvirkni Kerecis sárastoðefnis og áhrifum þess á efnaskipti algengra vefjalíkana í rækt. Starfsmaðurinn mun vinna sjálfstætt og hafa ábyrgð á þróun á aðferðafræði sem miðar að auðkenningu lífefna með massagreini tengdum vökvaskiljunarbúnaði. Starfsmaðurinn mun einnig hafa ábyrgð á að staðfæra verkferla við greiningu lífefna úr lífsýnum og gagnaúrvinnslu því tengdu. Hæfniskröfur Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða doktorsprófi í efnagreiningu (metabolomics, lipidomics, proteomics) eða skyldum greinum á síðastliðnum fimm árum. Haldgóð þekking og reynsla í vinnu við efnagreiningar með massagreini á . Staðfesting á rannsóknarstarfsemi í formi ritrýndra greina, veggspjalda og kynninga. Framúrskarandi enskukunnátta bæði í rituðu og töluðu máli. Skipulagshæfileikar og agi til að vinna sjálfstætt. Forritunarkunnátta er kostur en ekki nauðsynleg. Við ráðningu verður tekið tillit til fagþekkingar, meðmæla, rannsóknaráhuga og fyrri starfa. Ráðið verður í stöðuna til eins árs með möguleika á framlengingu um ár. Reiknað er með að vinna hefjist í júní 2018  en annars eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Óttar Rolfsson ( ottarr(at)hi.is ). Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2018. Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf . Umsókninni skal fylgja kynnisbréf þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda á verkefninu og hvað umsækjandi hefur fram að færa við mótun og vinnslu þess. Kynnisbréfið skal ekki vera lengra en ein blaðsíða. Til viðbótar skal fylgja; i) ferilskrá, ii) afrit af prófskírteinum (grunnnám og framhaldsnám), iii) tvö umsagnarbréf og upplýsingar um hvernig má hafa samband við umsagnaraðila. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans . Vakin er athygli á  málstefnu Háskóla Íslands . Á Verkfræði- og náttúruví sindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi.  Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans. Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.
Starfatorg Austurland
07/05/2018
Störf sálfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Laus eru til umsóknar störf sálfræðinga við sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna 18 ára og eldri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða sálfræðingsstörf við eftirtaldar heilsugæslustöðvar: - Heilsugæslustöðin í Árbæ, 40-50% staða - Heilsugæslustöðin í Garðabæ, 40-50% staða - Heilsugæslustöðin í Miðbæ, 50-60% staða - Heilsugæslustöðin í Mjódd, 40-50% staða - Heilsugæslustöðin Sólvangur í Hafnarfirði, 80-100% staða Áætlað er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2018. Umsókn gildir fyrir allar starfsstöðvar en taka má fram í umsókn hvaða starfsstöð/stöðva er helst óskað. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Þörf fyrir fjölbreytt úrræði og sérhæft starfsfólk á heilbrigðissviði kallar á nýja nálgun í starfsemi heilsugæslustöðva. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er hafin metnaðarfull breyting á skipulagi og rekstri heilsugæslustöðva sem miðar að því að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og bæta vinnuumhverfi starfsmanna. Til að gera þjónustuna markvissari verður þverfagleg teymisvinna grunnstef í starfsemi stöðva, ásamt innleiðingu aðferða straumlínustjórnunar. Þverfagleg teymi heilbrigðisstarfsfólks munu auðvelda stöðvum að taka á flóknum vanda með fjölbreyttum úrræðum. Í breyttu skipulagi mun starfsfólk fá aukið sjálfstæði til að móta starfsemina og útfæra þjónustu sem mætir þörfum íbúa og uppfyllir um leið kröfur um árangur samkvæmt mælingum og mati. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki á heilsugæslustöð. Um er að ræða krefjandi starf í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.  Helstu verkefni og ábyrgð - Sálfræðiþjónusta fyrir einstaklinga 18 ára og eldri  - Greining, mat og meðferð á geðrænum vanda, gagnreynd sálfræðmeðferð og ráðgjöf  - Einstaklings- og hópmeðferð - Námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla - Handleiðsla og þjálfun nema í klínískri sálfræði  - Þátttaka í þróun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu - Samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir s.s. Landspítala og félagsþjónustu - Önnur tilfallandi verkefni eftir þörfum Hæfnikröfur - Starfsleyfi frá landlækni er skilyrði - Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna með geðrænan vanda - Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum, s.s. hugrænni atferlismeðferð - Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu - Sjálfstæði í starfi - Reynsla og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu - Mikil samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum - Góð íslenskukunnátta skilyrði - Góð almenn tölvukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um sálfræðimenntun og starfsleyfi.  Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.  Við ráðningar í störf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ávallt tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ( www.heilsugaeslan.is ), undir laus störf eða á Starfatorgi ( www.starfatorg.is ).  Starfshlutfall er 40 - 100% Umsóknarfrestur er til og með 07.05.2018 Nánari upplýsingar veitir Svava Kristín Þorkelsdóttir - sv [email protected]  - 513-5000 Agnes Sigríður Agnarsdóttir - [email protected]  - 513-5000 HH Lækningaforstjóri Álfabakki 16 109 Reykjavík Smelltu hér til að sækja um starfið  
Starfatorg
07/05/2018
  Hjúkrunarfræðingur - tímabundið starf Heilsugæslan Grafarvogi auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa við heilsugæsluhjúkrun í 80% tímabundna stöðu í eitt ár, frá 1. ágúst 2017 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða spennandi starfsvettvang fyrir hjúkrunarfræðinga sem áhuga hafa á nýbreytni og þróun heilbrigðisþjónustu.  Heilsugæslan Grafarvogi er staðsett í nýlegu húsnæði í Spönginni í Grafarvogi. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt félagsráðgjöfum, sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og riturum. Heilsugæslan Grafarvogi er hverfisstöð og er fyrst og fremst ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.  Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar ( www.heilsugaeslan.is ).  Helstu verkefni og ábyrgð Megin starfssvið er þátttaka í teymisvinnu með læknum og öðru starfsfólki í skipulagðri móttöku og heilsuvernd á heilsugæslustöðinni. Starfssvið í móttöku er mjög víðtækt, allt frá símaráðgjöf til bráðaþjónustu.  Hæfnikröfur - Íslenskt hjúkrunarleyfi - Reynsla af heilsugæsluhjúkrun æskileg - Framúrskarandi samskiptahæfni - Faglegur metnaður  - Reynsla af og áhugi á teymisvinnu - Sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi - Góð íslenskukunnátta skilyrði Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. Starfshlutfall er 80% Umsóknarfrestur er til og með 17.07.2017 Nánari upplýsingar veitir Sigurósk Edda Jónsdóttir - [email protected] - 585-7600 Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson - [email protected] - 585-7600 HH Grafarvogi hjúkrun Spönginni 35 112 Reykjavík Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfatorg
07/05/2018
  Ljósmóðir óskast til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða  Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST), Ísafirði, óskar eftir að ráða; Ljósmóður í sumarafleysingar, frá 1. júlí til 20. ágúst 2018. Um er að ræða 80% starf í dagvinnu ásamt bakvköktum. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2018. Á Ísafirði er boðið upp samfellda þjónustu ljósmóður á meðgöngu og eftir fæðingu.  Helstu verkefni og ábyrgð; Störf ljósmóður felast meðal annars í fæðingarhjálp, umönnun sængurkvenna og nýbura á sjúkrahúsi og í heimahúsum ásamt  mæðra- og ungbarnavernd á heilsugæslustöð.  Starfsskyldur eru við Heilsugæsluna á Patreksfirði í fyrirfram ákveðnum ferðum þangað.  Tvær ljósmæður skipta á milli sín daglegum verkum og bakvöktum utan dagvinnu. Ef óskað er eftir hærra stöðugildi en 80%, eru önnur störf hjúkrunarfræðings á stofnuninni í boði. Menntunar- og hæfniskröfur;  Íslenskt hjúkrunar- og ljósmóðurleyfi,  sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð,  starfsreynsla í ofangreindum störfum mikilvæg. Laun eru skv. gildandi kjarasamningum fjármálaráðherra og Ljósmæðrafélags Íslands  og stofnanasamningi.  Nánari upplýsingar veita Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir á HVEST, í s: 8607455 ( [email protected] ) og Hörður Högnason, framkvæmdastjóri hjúkrunar, í s: 8940927 ( [email protected] ). Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is  undir viðkomandi starfsauglýsingu og í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði. Vinsamlegast sendið umsóknir rafrænt á [email protected]  eða á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, b.t. mannauðsstjóra, Torfnesi, 400 Ísafirði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  VIRÐING + SAMVINNA + TRAUST + JÁKVÆÐNI
Starfatorg Höfuðborgarsvæðið/Norðurland
04/05/2018
  Fiskistofa – forritari Fiskistofa óskar eftir að ráða drífandi einstakling í starf forritara. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir kraftmikinn einstakling sem vill taka þátt í þróun á upplýsingakerfum Fiskistofu og nýsköpun í rafrænni þjónustu.  Starfsstöð getur verið á Akureyri eða í Hafnarfirði.  Starfssvið: · Nýsmíði, viðhald og þróun hugbúnaðarlausna · Greining, hönnun og forritun · Skjölun og prófanir · Samskipti við notendur og samstarfsaðila · Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: · Tölvunarfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi · Þekking á forritun í .NET umhverfi (C#, ASP.NET) · Þekking á Java og framendaforritun er kostur · Hæfni til að tileinka sér tækninýjungar · Greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun · Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og farsæl reynsla af hópstarfi · Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar · Hreint sakarvottorð · Góð íslensku- og enskukunnátta Umsóknarfrestur er til og með 22. mai n.k.  Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is .  Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Lísbet Hannesdóttir ( [email protected] ) og Auður Bjarnadóttir ( [email protected] ) hjá Capacent ráðningum. Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun sem annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, hvalveiða o.fl. ásamt því að safna og miðla upplýsingum um framangreinda málaflokka. Gildi Fiskistofu eru traust, framsækni og virðing.