Ísafjarðarbær

Ísafjarðarbær varð til þann 1. júní 1996 við sameiningu 6 sveitarfélaga. Bæjarfélagið er víðfeðmt og nær allt frá Arnarfirði að sunnanverðu að Geirólfsnúpi á Hornströndum. Byggðarkjarnar sveitarfélagsins eru fimm: Flateyri, Hnífsdalur, Ísafjörður, Suðureyri og Þingeyri. Ísafjarðarbær er skemmtilegur og litríkur bær með fjölbreytt menningarlíf. Bærinn hefur upp á margt að bjóða; öfluga og framsækna skóla, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, blómlegt tónlistarlíf, góða þjónustu og verslanir, eitt besta skíðasvæði landsins og endalausa möguleika til að njóta einstakrar náttúru svæðisins.

Ef þú ert að sækja um starf hjá Ísafjarðarbæ og vantar frekari upplýsingar, þá er velkomið að hafa samband við undirritaðan.

 

Bestu kveðjur,

Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar

s. 450-8032 - baldurjo@isafjordur.is


 

Ísafjarðarbær Ísafjarðarbær, Ísland
13/08/2019
Fullt starf
Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 100% starf deildarstjóra launadeildar á stjórnsýslu- og fjármálasviði. Launadeild Ísafjarðarbæjar sinnir launavinnslu fyrir starfsmenn bæjarins og tengdum verkefnum s.s. viðhaldi starfsmannaskráa, umsýslu gagna um ávinnslu og úttekt leyfa, skýrslugerð fyrir opinbera aðila, launaáætlanir, útgáfu starfsvottorða og vörslu starfsmannaskjalasafns. Deildarstjóri launadeildar ber ábyrgð á og stjórnar daglegum rekstri deildarinnar. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. september 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð Stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfsmannamálum launadeildar, skipulagningu verkefna og ferla Útreikningar launa og gerð launaáætlunar Upplýsingagjöf til starfsmanna og ráðgjöf Umsjón launa- og viðverukerfa Skýrslugerð og afstemmingar Þátttaka í gerð innri ferla þvert á deildir stjórnsýslu- og fjármálasviðs Menntunar- og hæfnikröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi Að lágmarki 3-5 ára starfsreynsla í launavinnslu Mjög góð tölvukunnátta, einkum í excel, þekking á launa- og viðverukerfum Víðtæk þekking á kjarasamningum Hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum Frumkvæði, metnaður og samviskusemi Hæfni til að tjá sig bæði í ræðu og riti á íslensku Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2019 . Umsóknum skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is . Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóstfangið thordissif@isafjordur.is . Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið. -Við þjónum með gleði til gagns-