Capacent

Capacent er leið­andi ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki sem byggir á fjöl­breyttri reynslu og þekk­ingu starfs­fólks. Við veitum viðskipta­vinum ráðgjöf, upplýs­ingar og lausnir sem skila árangri.

Capacent Lyfjastofnun - Icelandic Medicines Agency, Vínlandsleið, Reykjavík, Ísland
23/08/2019
Fullt starf
Lyfjastofnun auglýsir laust starf sérfræðings í lyfjaskráningum í markaðsleyfadeild.     Markaðsleyfadeild heyrir undir skráningarsvið Lyfjastofnunar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem reiðubúinn er að sinna fjölbreyttu og krefjandi starfi. Starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið.   Starfssvið Mat og afgreiðsla umsókna um ný markaðsleyfi sem og breytingar og viðhald markaðsleyfa lyfja Þýðingar og mat lyfjatexta Samskipti við erlendar lyfjastofnanir og markaðsleyfishafa lyfja Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf af heilbrigðis- eða raunvísindasviði sem nýtist í starfi Reynsla af lyfjaskráningum Þekking á íslenskri og evrópskri lyfjalöggjöf Reynsla af vinnu við lyfjatexta á íslensku, ensku og norðurlandamálum Mjög gott vald á íslensku og ensku Góð tölvukunnátta Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni Nákvæm, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Frumkvæði og sveigjanleiki   Umsókn Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2019       Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðherra. Helstu hlutverk hennar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Hjá Lyfjastofnun vinna rúmlega 60 starfsmenn. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi Lyfjastofnunar eru gæði – traust – þjónusta. Sjá nánari upplýsingar um Lyfjastofnun á vef stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is    
Capacent Vegagerðin, Borgartún, Reykjavík, Ísland
16/08/2019
Fullt starf
Vegagerðin leitar að sérfræðingi á sviði jarðtækni til starfa á hönnunardeild. Viðkomandi þarf að hafa áhuga og reynslu af að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði jarðtæknilegra rannsókna og burðarþolshönnunar vega. Á hönnunardeild vinna um 18 manns við ýmis hönnunar-, þróunar- og rannsóknarverkefni, sem tengjast umferðarmannvirkjum. Starfssvið Fagleg umsjón með borvagni og öðrum tækjum vegna jarðtæknilegra rannsókna. Fagleg umsjón með fallóðsmælingum og veggreini. Jarðtæknileg ráðgjöf vegna hönnunar vega og grundunar brúa. Gerð leiðbeininga um burðarþolshönnun vega og jarðtæknilegar rannsóknir. Þátttaka í föstum nefndum á starfssviðinu. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf í verkfræði eða tæknifræði, kostur á sviði jarðtækni eða jarðverkfræði. Reynsla af verkefnastjórnun. Færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að taka þátt í teymisvinnu. Lausnamiðuð hugsun og færni til að fylgja málum eftir. Frumkvæði og faglegur metnaður. Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi. Góð íslenskukunnátta. Kunnátta í ensku og einu öðru Norðurlandamáli. Umsókn Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2019   Vegagerðin er ríkisstofnun sem vinnur að öruggum og greiðum samgöngum í þágu samfélagsins. Hlutverk hennar er að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Meginmarkmið stofnunarinnar eru öruggar og greiðar samgöngur á sjó og landi, hagkvæm uppbygging og rekstur samgöngukerfisins í sátt við umhverfið, skilvirk og vel skipulögð starfsemi og ábyrgt, hæft og ánægt starfsfólk. Gildi Vegagerðarinnar eru Fagmennska-Öryggi-Framsýni. Vegagerðin hefur skilgreinda mannauðsstefnu, vinnur eftir jafnréttisáætlun og hefur sett siðareglur sem starfsmönnum ber að halda í heiðri í störfum sínum. Unnið er m.a. eftir stefnu í umferðaröryggismálum, umhverfisstefnu og öryggisstefnu. Starfsemi Vegagerðarinnar tekur mið af aðferðarfræði gæðastjórnunar og verkefnastjórnunar. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Bæði konur og karlar hvött til að sækja um starfið. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Capacent Vegagerðin, Borgartún, Reykjavík, Ísland
16/08/2019
Fullt starf
Vegagerðin leitar að byggingarverkfræðingi eða byggingartæknifræðingi til starfa á hönnunardeild sem hefur áhuga á að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni allt frá frumstigum hönnunar til framkvæmda. Á hönnunardeild vinna um 18 manns við ýmis hönnunar-, þróunar- og rannsóknarverkefni, sem tengjast umferðarmannvirkjum. Um er að ræða fullt starf, við hönnun umferðarmannvirkja. Starfssvið Hönnun vega og þátttaka í uppbyggingu vegakerfis. Verkefnastjórn hönnunar og umferðaröryggisrýni. Umsjón og þátttaka í þróun veghönnunarkerfa Vegagerðarinnar. Þátttaka í rannsóknarverkefnum tengdum umferðarmannvirkjum. Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði. Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur. Reynsla af verkefnastjórnun er kostur. Þekking og reynsla í notkun teikni- og hönnunarforrita. Þekking og reynsla í notkun Microstation og Inroads er kostur. Færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að taka þátt í teymisvinnu. Frumkvæði og faglegur metnaður. Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi. Góð íslenskukunnátta. Kunnátta í ensku og einu öðru Norðurlandamáli. Umsókn Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2019     Vegagerðin er ríkisstofnun sem vinnur að öruggum og greiðum samgöngum í þágu samfélagsins. Hlutverk hennar er að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Meginmarkmið stofnunarinnar eru öruggar og greiðar samgöngur á sjó og landi, hagkvæm uppbygging og rekstur samgöngukerfisins í sátt við umhverfið, skilvirk og vel skipulögð starfsemi og ábyrgt, hæft og ánægt starfsfólk. Gildi Vegagerðarinnar eru Fagmennska-Öryggi-Framsýni. Vegagerðin hefur skilgreinda mannauðsstefnu, vinnur eftir jafnréttisáætlun og hefur sett siðareglur sem starfsmönnum ber að halda í heiðri í störfum sínum. Unnið er m.a. eftir stefnu í umferðaröryggismálum, umhverfisstefnu og öryggisstefnu. Starfsemi Vegagerðarinnar tekur mið af aðferðarfræði gæðastjórnunar og verkefnastjórnunar. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Bæði konur og karlar hvött til að sækja um starfið. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.